Smári Valtýr Sæbjörnsson
Eigendur Osushi fá ekki að framlengja leigusamninginn á húsnæðinu við Pósthússtræti 13
Eigendur á húsnæðinu við Pósthússtræti 13 hafa ákveðið að framlengja ekki leigusamninginn við Osushi sem hefur verið í húsinu frá árinu 2012 og þurfa eigendur Osushi að flytja út um næstkomandi áramót.
Osushi er einnig staðsett við Borgartún 29 og Reykjavíkuvegi 60 og eigendur Osushi eru Anna og Kristján Þorsteinsbörn.
Á vef eirikurjonsson.is kemur fram að Rosita YuFan Zhang veitingakona á Sjanghæ á Akureyri hyggst opna útibú í Pósthússtræti 13, en hún hefur átt húsnæðið í nokkur ár.
Osushi stefnir á að opna á nýjum stað og það í nýbyggingunni sem er verið að klára við Tryggvagötu 13 við hliðina á Borgarbókasafninu í Grófinni.
Eins og kunnugt er þá undirbýr Rosita að höfða mál gegn ruv.is vegna fréttaflutnings um starfsmannamálin á Sjanghæ á Akureyri.
Mynd: skjáskot af google korti
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu