Freisting
Eggið kom kom á undan hænunni
Erfðafræðingur, heimspekingur og eggjabóndi hafa lagt höfuðið í bleyti og velt vöngum yfir hinu ævaforna vandamáli: Hvort kom á undan, hænan eða eggið? Niðurstaðan er sú að eggið kom fyrst. Ástæðuna telja þeir að erfðaefni breytast ekki í lifandi dýrum. Því telja menn að fyrsta hænan, sem klaktist út á forsögulegum tímum, hljóti að hafa stökkbreyst á meðan hún var fósturvísir á frumstigi í eggi.
Fréttavefur Sky-fréttastofunnar skýrir frá því, að prófessor John Brookfield, sérfræðingur í þróunarerfðafræði við University of Nottingham á Bretlandi, segi að það sé alveg á hreinu að eggið kom á undan og undir það tóku David Papineau, prófessor við Kings College í London, og eggjabóndinn Charles Bournes.
Papineau er sérfræðingur í vísindaheimspeki og telur hann að fyrsti kjúklingurinn hafi skriðið úr eggi og að það sanni að egg voru til á undan hænum.
Disney var að kynna útgáfu kvikmyndarinnar Chicken Little á mynddiski og stofnuðu til þessara umræðna í kjölfar þess.
Greint frá í Morgunblaðinu
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan