Viðtöl, örfréttir & frumraun
Eftirminnilegasta máltíðin: „… þegar við fórum á Steikhúsið að borða“
Elna María Tómasdóttir frameiðslumaður deilir nú sögu um eftirminnilegustu máltíð sína fyrir lesendur veitingageirans. Fyrst forvitnumst aðeins um hver Elna er, en hún lærði fræðin sín á Lækjarbrekku á árunum 2008 til 2011. Elna hefur meðal annars starfað á Hótel Sögu, silfri og vox þar sem hún starfar í dag.
Hver er þín eftirminnilegasta máltíð?
Mín eftir minnilegasta máltíð var þegar ég og kærastinn minn gerðum okkur gott kvöld og fórum á Steikhúsið að borða. Við byrjuðum á því að fá okkur fordrykk sem var alls ekki lengi að koma, svo fengum við vinseðilinn í Ipad og pöntuðum okkur sitthvort rauðvínsglasið. í forrétt fengum við okkur sjávarréttasúpu og humarkúlur, hvort tveggja rosa gott.
Í aðalrétt pöntuðum við okkur Porterhouse steikina með sætum karteflum og bernaissósu, alveg toppurinn, þessi var svakalega góð enda vorum við alveg afvelta þegar við loksins náðum að klára hana.
Og svo kom dessertinn hann var geggjaður við fengum okkur lakkrís konfekt, ostaköku og sundae dúett og sitthvorn Baileys coffee.
Andrúmsloftið var rosalega notalegt og þjónustan rosagóð svo ekki skemmdi það fyrir að það sást inní eldhús svo maður gat fylgst með öllu sem var að gerast.
Veitingageirinn.is hefur verið að birta upplifun fagmanna á eftirminnilegustu máltíðunum þeirra og heldur því áfram á næstu vikum. Vilt þú deila þinni sögu, sendu okkur línu.
Mynd: Aðsend
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur