Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Eftirlitsmenn frá Michelin ánægðir með Íslenska veitingastaði – 5 veitingastaðir fá viðurkenningu

Birting:

þann

Michelin Guide

Eins og kunnugt er þá hlaut veitingastaðurinn DILL Michelin stjörnu og er hann fyrsti íslenski veitingastaðurinn til að hljóta Michelin stjörnu.

Verðlaunin voru afhent í Stokkhólmi í morgun vegna nýútkomnum Michelin guide 2017 og að auki fengu fjögur önnur íslensk veitingahús viðurkenninguMatur og drykkur hlaut Bib Gourmand viðurkenninguna, en þau verðlaun eru fyrir veitingastaði sem bjóða uppá hágæða mat á hóflegu verði.

Jafnframt er öllum veitingastöðum veitt einkunn fyrir andrúmsloft og þægindi staðarins en það eru skeið og gaffall í kross, frá einum til fimm krossa.  Einn kross táknar „þægilegan veitingastað“ á meðan fimm krossar tákna „lúxusveitingastað.“  Fékk Gallery á Hótel Holti þrjá krossa (Very good standard) og Vox og Grillið tvo krossa (Good standard).

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið