Smári Valtýr Sæbjörnsson
Eftirlitsmenn frá Michelin ánægðir með Íslenska veitingastaði – 5 veitingastaðir fá viðurkenningu
Eins og kunnugt er þá hlaut veitingastaðurinn DILL Michelin stjörnu og er hann fyrsti íslenski veitingastaðurinn til að hljóta Michelin stjörnu.
Verðlaunin voru afhent í Stokkhólmi í morgun vegna nýútkomnum Michelin guide 2017 og að auki fengu fjögur önnur íslensk veitingahús viðurkenningu. Matur og drykkur hlaut Bib Gourmand viðurkenninguna, en þau verðlaun eru fyrir veitingastaði sem bjóða uppá hágæða mat á hóflegu verði.
Jafnframt er öllum veitingastöðum veitt einkunn fyrir andrúmsloft og þægindi staðarins en það eru skeið og gaffall í kross, frá einum til fimm krossa. Einn kross táknar „þægilegan veitingastað“ á meðan fimm krossar tákna „lúxusveitingastað.“ Fékk Gallery á Hótel Holti þrjá krossa (Very good standard) og Vox og Grillið tvo krossa (Good standard).
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu






