Neminn
Ef þú lærir kokkinn, þá býð ég þér á Bocuse d´Or 2007
|
Jón Héðinn Kristinsson er matreiðslunemi á veitingastaðnum Café Óperu. Jón eða Jonni eins og hann er kallaður í daglegu lífi, hefur verið duglegur við að senda hingað á Nemendasíðuna ýmsa fróðleiks pistla.
Metnaðurinn er greinilega mikill í þessum unga matreiðslunema.
Haft var samband við Jonna og lagðar fyrir hann nokkrar spurningar:
(F=Freisting.is | J=Jonni)
F: Sæll vertu
J: Já, sæll
F: Hvað er maðurinn gamall?
J: 21 árs
F: Hvar byrjarðu læra fræðin þín?
J: Ég byrjaði að læra á Hótel Loftleiðum maí 2005 og var búinn að vera þar í dágóðan tíma, þegar mig langaði til að læra á A la carte veitingahúsi og mér bauðst samningur hér á Café Óperu, sem mér leist vel á og hér er ég kominn 🙂
F: Hvernig er að læra á Café Óperu?
J: Alveg svakalega fínt, ég læri mikið hér, alltaf eitthverja pælingar í gangi í eldhúsinu, spurður mikið um fagið í keyrslunni sem heldur manni við efnið og síðan er mjög góður vinnumórall.
F: Hver er meistari þinn?
J: Jú, það er hann Bjarni Sigurðsson matreiðslumeistari og ljósmyndari
F: Hvað eru margir matreiðslunemar á Óperu?
J: 3 matreiðslunemar og síðan er sá fjórði að útskrifast núna um miðjan desember næstkomandi, en það er hann Hinrik Carl
F: Ég heyrði að það hafi verið smá mistök hjá Fræðsluráðinu með samning þinn, hvað var það?
J: Hehehehe.. það var nú bara smá typo á samningnum sem síðan var leiðrétt, en ég var píparanemi í byrjun.
F: Þú ert á leið til Bocuse d´Or 2007. segðu frá því hvernig það stóð til?
J: Það var nú bara þannig að faðir minn Kristinn Einarsson er mikill Gourmet kall, en hann vinnur einmitt sem Sölu- og markaðsstjóri hjá heildsölufyrirtækinu Ekran sem hefur verið starfandi á matvælamarkaði í fjölda ára, sagði við mig í fyrra „Ef þú ert ennþá að læra kokkinn þegar kemur að Bocuse d´Or 2007, þá skal ég bjóða þér út“ og hann er auðvitað standa við það loforð 🙂 Annars kemur ekkert annað til greina en að fara „All the way“ í kokkinum og útskrifast með glæsibrag.
Freisting.is vill þakka Jonna fyrir viðtalið og óskar honum góðra velgengis í námi.
Ljósmynd tók Bjarni Sigurðsson matreiðslumeistari/Freisting.is
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni21 klukkustund síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan