Freisting
Dýrfirskir skrokkar á Facebook

Bræðurnir Sigurður Arnfjörð og Guðmundur Helgasynir á Hótel Núpi í Dýrafirði ætla á þessu hausti að taka sextíu sérvalda dýrfirska lambaskrokka, annars vegar til vinnslu í kjötvinnslunni á hótelinu og til matreiðslu þar og hins vegar til sölu í verkefninu Beint frá býli, þar sem þeir eru meðal þátttakenda.
Við sóttum um styrki frá Nýsköpunarmiðstöð og Impru og fleirum en fengum synjun. Í staðinn fyrir að hætta við verkefnið ákváðum við að snúa þessu í aðeins aðra átt en við höfðum hugsað okkur. Annars vegar megum við vinna og matreiða kjötið á hótelinu en ekki selja það hrátt í lausasölu. Hins vegar erum við í verkefni sem kallast Beint frá býli og getum þar selt frá okkur í heilum skrokkum. Við ætlum að taka fáa skrokka í það núna. Kjötvinnslan á Núpi sem slík verður því bara notuð fyrir hótelið en verkefnið verður samt lifandi að því leyti að við seljum lambakjötið bæði matreitt fyrir gesti hótelsins og eins í átakinu Beint frá býli, segir Sigurður.
Þetta árið að minnsta kosti verðum við eingöngu með sláturlömb frá Hjarðardal í Dýrafirði. Við bræðurnir ætlum að hjálpa bóndanum að smala og draga í dilka og síðan ætlum við að sérvelja sextíu bestu skrokkana í þetta verkefni okkar bræðranna, að hluta fyrir hótelið og að hluta fyrir verkefnið Beint frá býli. Við höfum fengið töluvert af fyrirspurnum þannig að við erum nú þegar með tíu-fimmtán skrokka í forsölu en síðan ætlum við að auglýsa þetta á Facebook. Ég reikna með að við seljum þetta fljótt og ef vel gengur tökum við bara meira næst. Við ætlum ekki að taka fyrir meira en við getum örugglega selt. Á næsta ári tökum við þetta líklega allt í forsölu. Við ætlum ekki að gera þetta í neinum sprengingum heldur láta það fara stigvaxandi ár frá ári. Á þremur til fjórum árum verður þetta kannski komið í einhver hundruð skrokka, segir Sigurður Arnfjörð Helgason hótelstjóri á Núpi í Dýrafirði.
Greint frá á Vestfirska vefnum BB.is
Mynd: BB.is
/Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri





