Freisting
Drekka meira af bjór en mjólk
Eistar drukku 74 lítra af bjór að meðaltali á hvern landsmann í fyrra en aðeins 64 lítra af mjólk, samkvæmt tölum sem
birti í gær.
„Áfengisneyslan er að aukast þar sem verðið á áfengi hækkar ekki á sama tíma og tekjur fólksins aukast,“ sagði Marje Josing, framkvæmdastjóri stofnunarinnar.
Í Eistlandi kostar hálfur lítri af vodka sem samsvarar 320 íslenskum krónum og hálfur lítri af bjór um 60 krónur. Lítri af mjólk kostar um 45 krónur.
Stjórn Eistlands ákvað í vikunni að fresta því að hækka áfengisskatta til samræmis við lágmarksskattana innan Evrópusambandsins. Rök stjórnarinnar voru þau að frestunin auðveldaði Eistum að ná verðbólgunni niður og uppfylla skilyrði sem sambandið hefur sett löndum sem vilja taka upp evruna.
Greint frá í Morgunblaðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík





