Vertu memm

Hinrik Carl Ellertsson

Dill flytur í nýtt húsnæði | Stjórn Norræna hússins leitar að nýjum samstarfsaðila

Birting:

þann

Gunnar Karl Gíslason

Norræna húsið hefur undanfarin ár leikið lykilhlutverk í kynningu og þróun Nýnorræna eldhússins á Íslandi og matargerð sem byggist á hráefni úr nærumhverfinu.  Umhverfi Norræna hússins í Vatnsmýrinni hefur þar skipt sköpum, bæði vegna útsýnisins yfir fuglafriðlandið og villtu kryddjurtanna í náttúrunni sjálfri og í kálgarðinum við húsið.

Veitingastaðurinn Dill hefur starfað í Norræna húsinu undanfarin fimm ár og notið þar mikillar velgengni. Dill flytur fljótlega í eigið húsnæði við Hverfisgötu þar sem staðurinn heldur áfram að vaxa og dafna undir stjórn Gunnars Karls og hans fólks.

Frá lokun Dill og fram að opnun nýs staðar mun fólkið á bak við Dill þó áfram bjóða upp á hádegismat og kaffiveitingar í Norræna húsinu kl. 12-17.

Nú leitum við að nýjum samstarfsaðila. Við höfum velt málunum fyrir okkur og orðið fyrir áhrifum frá því nýjasta sem gengur og gerist í bístró-veitingamenningu, t.d. í Brooklyn, Amsterdam, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, og viljum búa til stað sem byggir á þeim hugmyndum.

Við bjóðum fram veitingarými með einstöku útsýni og nánast fullbúnu eldhúsi þar sem allt er til staðar. Við viljum að staðurinn bjóði upp á ferskar og góðar veitingar, sinni vel gestum Norræna hússins, t.d. með umsjón móttaka í tengslum við mannamót í húsinu, og sé virkur í því að laða til sín fólk úr nágrenninu yfir daginn. Staðurinn gæti einnig haft opið á kvöldin, þá jafnvel með sérstökum kvöldmatseðli.

Við viljum opna nýja staðinn nú með vorinu en gerum ráð fyrir því að kynna hann með pomp og prakt á Vatnsmýrarhátíð sem haldin verður 4. maí.

, segir í tilkynningu frá Stjórn Norræna hússins sem leitar að nýjum samstarfsaðila, en þeir sem áhuga hafa er bent á að hafa samband við Max Dagers, forstjóra Norræna hússins, [email protected], s. 551 7030.  Frestur er til 21. janúar 2014.

Jú það er rétt, við erum að við erum að flytja DILL á Hverfisgötu. Húsið þar er þó aðeins of stórt fyrir litla DILL, þ.e. sérstaklega í ljósi þess að ég ætla að minnka það um ein 10 sæti. Hinn hluti hússins verður því nýttur undir léttari veitingar.

, sagði Gunnar Karl í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um flutninginn og nýja húsnæðið.

Veitingageirinn.is kemur til með að fylgjast vel með og flytja fréttir af flutningunum, myndir og nánari staðsetningu á Dill á Hverfisgötunni.

 

Mynd:  Hinrik

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið