Freisting
Delifrance kynning í Sunnusal á Hótel Sögu í dag
Í dag klukkan 15°° verður haldin stórglæsileg vörukynning hjá Delifrance, Ó.Johnson & Kaaber og Sælkeradreifingar í Sunnusal á Hótel Sögu. Fréttamaður hafði samband við Alfreð Johannsson Sölustjóra hjá Ó.Johnson & Kaaber og spurði hann aðeins nánar útí kynninguna.
Hvernig fer kynningin fram?
Christian Robin og Martine Toniutti koma frá Paris til Íslands og standa fyrir þessari kynningu ásamt starfsmönnum Ó.Johnson & Kaaber og Sælkeradreifingar. Stutt kynning á fyrirtækinu Delifrance og svo er öllum nýjungunum raðað nýbökuðum á borð og þær kynntar með smakki.
Hvert er tilefnið?
Svona kynning er haldin á hverju ári þegar nýr bæklingur kemur út frá Delifrance og á í þetta sinn er kynntur DELIFRANCE BÆKLINGURINN FYRIR 2007 og þar verða sem sagt kynntar allar nýjungar sem koma fram í þessum bæklingi.
Boðið er uppá léttar veigar til að skola þessum frábæru vörum niður með, en víst er að mikil áhersla er lögð á ferskleika og gæði hráefnis í framleiðslu Delifrance. Í ár verður mikið af nýjum glæsilegum nýjungum sem ekki hafa sést áður.
Ég vil hvetja alla til að koma þetta er í 4 rða skiptið sem við höldum þetta svokallaða Roadshow og mætingin hefur ávallt verið góð.
Við þökkum Alfreð fyrir viðtalið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt5 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó





