Freisting
Danól boðar allt að 15% verðhækkun á matvörum
Heildverslunin Danól hefur tilkynnt um verðhækkanir á einstaka vörum og nema verðhækkanirnar allt að 15%
Er þetta mesta verðhækkun sem Neytendasamtökin hafa skráð hjá sér frá því samtökin hófu að fylgjast náið með verðbreytingum vegna lækkunar virðisaukaskatts á matvælum 1. mars sl. Markaðsstjóri Danóls segir erlendar verðhækkanir skýra verðhækkunina.
Vörurnar sem um ræðir eru hafragrjón og hrísmjöl frá Ora, Merrild-kaffi og Quaker kornvörur. Að auki hækkaði Danól ýmsar aðrar vörur sínar um 3-5% í janúar síðastliðnum. Fyrirtækið er stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í almenni matvöru.
Eftir því sem kemur fram á heimasíðu Neytendasamtakanna, voru skýringar birgja á vöruhækkunum í janúar og febrúar þær að um viðbrögð við gengislækkun krónunnar í lok síðasta árs væri að ræða. Frá áramótum hefur krónan styrkst og því hafa Neytendasamtökin kallað eftir lækkun hjá birgjum.
Pétur Kristján Þorgrímsson, markaðsstjóri hjá Danól, sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að erlendar verðhækkanir skýrðu nú hækkanir fyrirtækisins á ýmsum vörum.
Greint frá á Mbl.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.