Freisting
Danól boðar allt að 15% verðhækkun á matvörum
Heildverslunin Danól hefur tilkynnt um verðhækkanir á einstaka vörum og nema verðhækkanirnar allt að 15%
Er þetta mesta verðhækkun sem Neytendasamtökin hafa skráð hjá sér frá því samtökin hófu að fylgjast náið með verðbreytingum vegna lækkunar virðisaukaskatts á matvælum 1. mars sl. Markaðsstjóri Danóls segir erlendar verðhækkanir skýra verðhækkunina.
Vörurnar sem um ræðir eru hafragrjón og hrísmjöl frá Ora, Merrild-kaffi og Quaker kornvörur. Að auki hækkaði Danól ýmsar aðrar vörur sínar um 3-5% í janúar síðastliðnum. Fyrirtækið er stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í almenni matvöru.
Eftir því sem kemur fram á heimasíðu Neytendasamtakanna, voru skýringar birgja á vöruhækkunum í janúar og febrúar þær að um viðbrögð við gengislækkun krónunnar í lok síðasta árs væri að ræða. Frá áramótum hefur krónan styrkst og því hafa Neytendasamtökin kallað eftir lækkun hjá birgjum.
Pétur Kristján Þorgrímsson, markaðsstjóri hjá Danól, sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að erlendar verðhækkanir skýrðu nú hækkanir fyrirtækisins á ýmsum vörum.
Greint frá á Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin