Vertu memm

Keppni

Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó

Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson (t.v.) sölu- og markaðsstjóri Globus, afhendir Degi Jakobssyni verðlaunin.

Hin árlega barþjónakeppni Graham’s Blend Series var haldin 27. febrúar sl. á Gilligogg.

Nuno Silva vínsérfræðingar á vegum Symington Family Estates, eigandi Graham´s Port var dómari í keppninni ásamt Jakobi Alf sigurvegara 2024 og Elnu Maríu varaforseta barþjónaklúbbs Íslands.

Til mikils var að vinna og voru 14 barþjónar sem kepptu.

Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó

Allir keppendur

Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó

Verðlaunahafar

Globus hf þakkar sérstaklega Gilligogg fyrir að hósta þessa keppni, keppendum, dómurum og gestum sem létu sjá sig í þessari skemmtilegu keppni.

Sigurvegari úr hverri landskeppni tryggir sér boð til Porto í maí nk og keppnisrétt í heimsúrslitum keppninnar ásamt fengu 1 og 2 sætið 4,5 lítra flösku af Graham´s Tawny 10ára og 3 sætið kassa af Grahams Blend No 12 Ruby Portvíni.

Úrslit

1. sæti Dagur Jakobsson frá Apótek Restaurant.

2. sæti Sævar Helgi Örnólfsson frá Tipsý Tipsý bar & lounge.

3. sæti David Hood frá Amma Don.

Um Graham´s Blend series Portvínin;

Graham´s Blend Nº5 White er fyrsta hvíta Graham´s Portvínið sem er sérstaklega búin til að blanda við aðra drykki, sérstaklega með Tonic og jú allveg frábært eitt og sér, kælt. Léttari, líflegri og ferskari en önnur hvít Port á markaði, sérstaklega ávaxtaríkt.

Graham´s Blend Nº12 Ruby er fyrsta rauða Graham´s Portvínið sem er sérstaklega búin til að blanda við aðra drykki, Spritz útgáfur vinsælar með þessu Portvíni. Aðgengileg blanda fyrir nýja neytendur. Ferskari og arómatískari en önnur Ruby Port, köld gerjun og vínberin eru tínd á kvöldin frá víngörðum í hæstu hæðum í Douro dalnum til að halda í ferskaleika þessa Portvíns.

Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó

Dómarar: Nuno, Jakob og Elna

Douro-dalurinn í norðurhluta Portúgal er með fegurstu víngerðarhéruðum heims. Fljótið Douro hlykkjast um dalinn á lokasprett sínum að Atlantshafi og í bröttum hlíðunum berst vínviðurinn í grýttum jarðveginum á manngerðum syllum. Douro er auðvitað þekktast fyrir að vera hérað hinna styrktu vína, portvínanna, frægustu vína Portúgal.

Meðfylgjandi myndir tók Þorgeir Ólafsson.

Myndband

Myndasafn

Myndir: Þorgeir Ólafsson

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið