Viðtöl, örfréttir & frumraun
Currywurst pylsan 60 ára gömul
Þetta var svar Þjóðverja við hinu fræga rétti Breta Fish & Chips sem tröllreið allstaðar eftir stríðslok, það var árið 1949 sem þessi réttur varð til og ekki voru Bretar alsaklausir í því máli frekar en öðrum.
1949 er enn breskt hernámslið í Berlín vel að merkja í vesturhlutanum og þeir höfðu tómatsósu sem hefur mikil áhrif á réttinn, en hann er steikt svinapylsa skorin í bita lögð á pappaspjald, viðskiptavinurinn velur hvort hann vill hafa himnuna á eða ekki síðan er sósu hellt yfir en hún samanstendur af tómatsósu, Worchester sósu og karry, öllu hrært saman og í lokin er karrydufti sáldrað yfir.
Rétturinn náði feiknavinsældum í Þýskalandi og er talið að þeir hafi sporðrennt 800 milljónum stykkja á hverju ári.
Og nú í tilefni af afmælinu hafa Berlínarbúar opnað safn tileinkað réttinum margfræga sem er staðsett á bakvið Check point Charlie frægasta landamærahlið milli austurs og vesturs úr kalda stríðinu, þeir settu 5 milljónir Evra í standsetningu á safninu og er búist við um 350000 gestum árlega til að fræðast um Currywurst.
En tímarnir breytast og allt annað fylgir og þar á meðal maturinn og haft fyrir satt að vinsælasti skyndibitinn í Þýskalandi í dag sé Doner Kebab með rætur til Tyrklands og kemur sennilega engum það á óvart.
En nú styttist í Október og þá er Októberfest, hvernig væri nú Siggi Sig og gengið hjá Kjarnafæði að gera svona pylsur og presentera nú haust?
Ps. Ein mynd með og ég spyr: getið þið lagað svona stóra pylsu?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






