Markaðurinn
Cordon Bleu og skyrkaka á vikutilboði hjá Ásbirni
Að þessu sinni eru það girnileg Cordon Bleu snitsel og freistandi skyrkaka með ástríðuávöxtum sem eru á vikutilboði hjá Ásbirni.
Cordon Bleu snitsel eru úr svínakjöti, í stökkum ekta brauðraspi og fyllt með skinku og Gouda osti. Þau koma frá þýskra framleiðandanum Fleisch-Krone, en allar vörur þeirra eru úr 100% náttúrulegum innihaldsefnum og innihalda því engin aukaefni. Snitselin eru forsteikt og það má djúpsteikja þau, elda í ofni eða á pönnu eftir því hvað hentar. Hvert snitsel vegur 160 grömm og koma þau 40 saman í pakka, alls 6,4 kg. Cordon Bleu er á 25% afslætti þessa vikuna og kostar þá kassinn 10.166, eða 1.588 kr/kg.
Skyrkakan frá Erlenbacher er með mjúku vanilluskyrkremi á ljósum svampbotnum. Skyrkremið inniheldur bragðgóða blöndu af ferskjum og ástríðuávöxtum. Kakan er svo toppuð með ferskum ávaxtabitum og fallega gulum gljáa. Hér er um að ræða sannkallaða ávaxtaveislu! Skyrkakan er forskorin í 15 bita sem hver um sig vegur 117 grömm. Kakan er á 35% afslætti og kostar því aðeins 2.051 kr.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt2 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni1 dagur síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni1 dagur síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður






