Freisting
Coca-Cola áfram verðmætasta vörumerki heims
Coca-Cola er verðmætasta vörumerki heims, fimmta árið í röð, samkvæmt árlegri könnun alþjóðlegu ráðgjafarstofnunarinnar Interbrand.
Er vörumerki Coca-Cola metið á 67 milljarða dala, jafnvirði 4900 milljarða króna. Microsoft er í öðru sæti, metið á 57 milljarða dala og IBM er metið á 56 milljarða dala.
Bandarísk fyrirtæki eru áberandi á listanum yfir verðmætustu vörumerkin en finnski farsímaframleiðandinn Nokia komst aftur í hóp 10 verðmætustu vörumerkjanna, er í 6. sæti og metinn á 30 milljarða dala.
Bandaríski bílaframleiðandinn Ford lækkaði á listanum en verðmæti vörumerkisins lækkaði um 16% milli ára. Þá lækkaði verðmæti Gap um 22%. Segir Interbrand að Ford hafi mistekist að verja vígi bandarískra bílaframleiðanda fyrir sókn erlendra framleiðenda inn á Bandaríkjamarkað.
Verðmæti nafns Kodak hefur lækkað um 12% milli ára, að sögn vegna aukinna vinsælda stafrænna myndavéla. Kóresk fyrirtæki hækka töluvert milli ára. Samsung er í 20. sæti og Hyundaibílar í því 75.
Hástökkvarinn á listanum er hins vegar bandaríska netveitan Google en verðmæti nafnsins jókst um 46% milli ára og er í 24. sæti.
Verðmætustu vörumerkin:
Coca-Cola, 67 milljarðar dala
Microsoft, 57 milljarðar dala
IBM, 56 milljarðar dala
General Electric, 48 milljarðar dala
Intel, 32 milljarðar dala
Nokia, 30 milljarðar dala
Toyota, 28 milljarðar dala
Disney, 28 milljarðar dala
McDonald’s, 27 milljarðar dala
Mercedes, 22 milljarðar dala
Greint frá á Mbl.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Frétt5 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu