Vertu memm

Freisting

Coca-Cola áfram verðmætasta vörumerki heims

Birting:

þann

Coca-Cola er verðmætasta vörumerki heims, fimmta árið í röð, samkvæmt árlegri könnun alþjóðlegu ráðgjafarstofnunarinnar Interbrand.

Er vörumerki Coca-Cola metið á 67 milljarða dala, jafnvirði 4900 milljarða króna. Microsoft er í öðru sæti, metið á 57 milljarða dala og IBM er metið á 56 milljarða dala.

Bandarísk fyrirtæki eru áberandi á listanum yfir verðmætustu vörumerkin en finnski farsímaframleiðandinn Nokia komst aftur í hóp 10 verðmætustu vörumerkjanna, er í 6. sæti og metinn á 30 milljarða dala.

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford lækkaði á listanum en verðmæti vörumerkisins lækkaði um 16% milli ára. Þá lækkaði verðmæti Gap um 22%. Segir Interbrand að Ford hafi mistekist að verja vígi bandarískra bílaframleiðanda fyrir sókn erlendra framleiðenda inn á Bandaríkjamarkað.

Verðmæti nafns Kodak hefur lækkað um 12% milli ára, að sögn vegna aukinna vinsælda stafrænna myndavéla. Kóresk fyrirtæki hækka töluvert milli ára. Samsung er í 20. sæti og Hyundaibílar í því 75.

Hástökkvarinn á listanum er hins vegar bandaríska netveitan Google en verðmæti nafnsins jókst um 46% milli ára og er í 24. sæti.

Verðmætustu vörumerkin:

Coca-Cola, 67 milljarðar dala
Microsoft, 57 milljarðar dala
IBM, 56 milljarðar dala
General Electric, 48 milljarðar dala
Intel, 32 milljarðar dala
Nokia, 30 milljarðar dala
Toyota, 28 milljarðar dala
Disney, 28 milljarðar dala
McDonald’s, 27 milljarðar dala
Mercedes, 22 milljarðar dala

 

Greint frá á Mbl.is

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið