Freisting
Clim8, sá kaldi kolefnisjafnaður

Spírað og þurrkað bygg
Það kannski ótrúlegt til þess að hugsa en bjórgerð er orkufrek framleiðsla. Ferlið við að láta byggið spíra við 55°c og þurrka það síðan krefst mikillar raforku. Hingað til hefur þetta ferli verið nauðsynlegt til að byggið myndi maltósa (malt), sem er sykurinn sem nærir gerjunina.
|
|
Nú hefur Harboe bjórverksmiðjan á Jótlandi hafið framleiðslu á Clim8 bjórnum, sem kemur á markað í miðjum október og sleppir öllu ferlinu við spírun og þurrkun. Harboe notast þess í stað við ensim sem vinna sykrur beint úr bygginu sem næra svo gerjunina og til verður bjór. Það er danska líftæknifyrirtækið Novozymes sem hefur þróað þetta ensím í samvinnu við Harboe og munu kynna Clim8 á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í desember. Með því að nota ensím í stað spírunar er 8% minna af koltvísýrungi skilað úti umhverfið miðað við aðra sambærilega bjórframleiðslu.
Átta prósent kann að hljóma smátt en ef allur bjór sem er þriðja vinsælasta drykkjarvara heims á eftir vatni og tei, væri bruggaður á þennan máta væru áhrifin á umhverfið óneitanlega jákvæð.
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






