Markaðurinn
Campari til Ölgerðarinnar
Í dag þann 1. mars 2017 tók Ölgerðin Egill Skallagrímsson við umboði fyrir Campari og Aperol á Íslandi.
„Mætti nú segja að Campari sé komið aftur heim eftir að hafa prófað að flytja að heiman í nokkur ár“
, sagði Atli Hergeirsson vörumerkjastjóri Campari. Auk Campari verður mikil áhersla lögð á Aperol sem er einnig í eigu Campari Group en Aperol Spritz er nýjasta æðið í kokteilaheiminum í dag um alla veröld.
„Já, við erum gríðarlega spennt fyrir því að kynna þennan frábæra kokteil – Aperol Spritz, almennilega fyrir íslendingum. Ég sé fyrir mér appelsínugult sumar í ár og auðvitað er hægt að fá allt innihald í Aperol Spritz hjá okkur“
, sagði Atli og bætti við:
„Campari er svo auðvitað gríðarlega þekkt vörumerki á Íslandi sem og um allan heim og mætti segja að enginn bar geti verið án þess, hvar sem sá bar er í heiminum. Svo sannarlega er Campari einstaklega gott hráefni í bæði nýja og spennandi kokteila sem og nauðsynlegt í þessa gömlu góðu Campari kokteila sem flestir þekkja.“
Ölgerðin hefur eins og áður sagði þegar tekið við umboðunum og hafa má samband við söludeild þeirra fyrir nánari upplýsingar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit