Markaðurinn
Campari til Ölgerðarinnar
Í dag þann 1. mars 2017 tók Ölgerðin Egill Skallagrímsson við umboði fyrir Campari og Aperol á Íslandi.
„Mætti nú segja að Campari sé komið aftur heim eftir að hafa prófað að flytja að heiman í nokkur ár“
, sagði Atli Hergeirsson vörumerkjastjóri Campari. Auk Campari verður mikil áhersla lögð á Aperol sem er einnig í eigu Campari Group en Aperol Spritz er nýjasta æðið í kokteilaheiminum í dag um alla veröld.
„Já, við erum gríðarlega spennt fyrir því að kynna þennan frábæra kokteil – Aperol Spritz, almennilega fyrir íslendingum. Ég sé fyrir mér appelsínugult sumar í ár og auðvitað er hægt að fá allt innihald í Aperol Spritz hjá okkur“
, sagði Atli og bætti við:
„Campari er svo auðvitað gríðarlega þekkt vörumerki á Íslandi sem og um allan heim og mætti segja að enginn bar geti verið án þess, hvar sem sá bar er í heiminum. Svo sannarlega er Campari einstaklega gott hráefni í bæði nýja og spennandi kokteila sem og nauðsynlegt í þessa gömlu góðu Campari kokteila sem flestir þekkja.“
Ölgerðin hefur eins og áður sagði þegar tekið við umboðunum og hafa má samband við söludeild þeirra fyrir nánari upplýsingar.
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins






