Markaðurinn
Campari til Ölgerðarinnar
Í dag þann 1. mars 2017 tók Ölgerðin Egill Skallagrímsson við umboði fyrir Campari og Aperol á Íslandi.
„Mætti nú segja að Campari sé komið aftur heim eftir að hafa prófað að flytja að heiman í nokkur ár“
, sagði Atli Hergeirsson vörumerkjastjóri Campari. Auk Campari verður mikil áhersla lögð á Aperol sem er einnig í eigu Campari Group en Aperol Spritz er nýjasta æðið í kokteilaheiminum í dag um alla veröld.
„Já, við erum gríðarlega spennt fyrir því að kynna þennan frábæra kokteil – Aperol Spritz, almennilega fyrir íslendingum. Ég sé fyrir mér appelsínugult sumar í ár og auðvitað er hægt að fá allt innihald í Aperol Spritz hjá okkur“
, sagði Atli og bætti við:
„Campari er svo auðvitað gríðarlega þekkt vörumerki á Íslandi sem og um allan heim og mætti segja að enginn bar geti verið án þess, hvar sem sá bar er í heiminum. Svo sannarlega er Campari einstaklega gott hráefni í bæði nýja og spennandi kokteila sem og nauðsynlegt í þessa gömlu góðu Campari kokteila sem flestir þekkja.“
Ölgerðin hefur eins og áður sagði þegar tekið við umboðunum og hafa má samband við söludeild þeirra fyrir nánari upplýsingar.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni24 klukkustundir síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita