Starfsmannavelta
Caffe Bristól lokar – „Við höfum misst húsnæðið“
Kaffihúsið og veitingastaðurinn Caffe Bristól sem staðsett er í Bauhaus við Lambhagaveg 2 í Reykjavík lokar, en Caffe Bristól opnaði fyrir 5 árum síðan í húsnæði Bauhaus.
„Við erum með opið í dag og endurgreiðum matarkortin. Við erum ekki með hádegismat í dag. Við erum að missa húsnæðið og höfum ekki fundið annað húsnæði. Svo við verðum að loka.“
Segir í tilkynningu frá Caffe Bristól.
Caffe Bristól bauð upp á heitan mat i hádeginu og það helsta af grillinu og kaffi og meðlæti fram eftir degi.
Eigendur voru þau hjónin Margrét Guðjónsdóttir og Þór Ólafur Hammer, en þau ráku áður Grillið hjá Möggu í Hveragerði og einnig tjaldsvæðið í Hveragerði í 7 ár.
Margrét starfaði eitt sinn sem smurbrauðsdama á Hótel Sögu og hefur unnið á ýmsum stöðum hér á landi, t.a.m. á Brauðbæ, Veitingamanninum/ Höfðakaffi, að auki í Noregi, Danmörku og einnig starfaði hún á dvalarheimilinu Höfða Akranesi. þau hjónin hafa starfað sem leiðsögumenn. Margrét starfaði einnig i Upplýsingamiðstöð Suðurlands i Hveragerði.
Þór Ólafur hefur unnið á ýmsum stöðum þ.á.m. Akri á Akranesi, Össuri og Aðföngum og einnig i matvælaiðnaðinum Danmörku.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun1 dagur síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina