Vertu memm

Starfsmannavelta

Caffe Bristól lokar – „Við höfum misst húsnæðið“

Birting:

þann

Caffe Bristól

Caffe Bristól

Kaffihúsið og veitingastaðurinn Caffe Bristól sem staðsett er í Bauhaus við Lambhagaveg 2 í Reykjavík lokar, en Caffe Bristól opnaði fyrir 5 árum síðan í húsnæði Bauhaus.

„Við erum með opið í dag og endurgreiðum matarkortin. Við erum ekki með hádegismat í dag. Við erum að missa húsnæðið og höfum ekki fundið annað húsnæði. Svo við verðum að loka.“

Segir í tilkynningu frá Caffe Bristól.

Caffe Bristól bauð upp á heitan mat i hádeginu og það helsta af grillinu og kaffi og meðlæti fram eftir degi.

Veitingahjónin Margrét Guðjónsdóttir og Þór Ólafur Hammer

Veitingahjónin Margrét Guðjónsdóttir og Þór Ólafur Hammer voru áður með veitingastaðinn Grillið Hjá Möggu í Hveragerði.
Mynd: Lárus Ólafsson

Eigendur voru þau hjónin Margrét Guðjónsdóttir og Þór Ólafur Hammer, en þau ráku áður Grillið hjá Möggu í Hveragerði og einnig tjaldsvæðið í Hveragerði í 7 ár.

Margrét starfaði eitt sinn sem smurbrauðsdama á Hótel Sögu og hefur unnið á ýmsum stöðum hér á landi, t.a.m. á Brauðbæ, Veitingamanninum/ Höfðakaffi, að auki í Noregi, Danmörku og einnig starfaði hún á dvalarheimilinu Höfða Akranesi. þau hjónin hafa starfað sem leiðsögumenn. Margrét starfaði einnig i Upplýsingamiðstöð Suðurlands i Hveragerði.
Þór Ólafur hefur unnið á ýmsum stöðum þ.á.m. Akri á Akranesi, Össuri og Aðföngum og einnig i matvælaiðnaðinum Danmörku.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið