Starfsmannavelta
Caffe Bristól lokar – „Við höfum misst húsnæðið“
Kaffihúsið og veitingastaðurinn Caffe Bristól sem staðsett er í Bauhaus við Lambhagaveg 2 í Reykjavík lokar, en Caffe Bristól opnaði fyrir 5 árum síðan í húsnæði Bauhaus.
„Við erum með opið í dag og endurgreiðum matarkortin. Við erum ekki með hádegismat í dag. Við erum að missa húsnæðið og höfum ekki fundið annað húsnæði. Svo við verðum að loka.“
Segir í tilkynningu frá Caffe Bristól.
Caffe Bristól bauð upp á heitan mat i hádeginu og það helsta af grillinu og kaffi og meðlæti fram eftir degi.

Veitingahjónin Margrét Guðjónsdóttir og Þór Ólafur Hammer voru áður með veitingastaðinn Grillið Hjá Möggu í Hveragerði.
Mynd: Lárus Ólafsson
Eigendur voru þau hjónin Margrét Guðjónsdóttir og Þór Ólafur Hammer, en þau ráku áður Grillið hjá Möggu í Hveragerði og einnig tjaldsvæðið í Hveragerði í 7 ár.
Margrét starfaði eitt sinn sem smurbrauðsdama á Hótel Sögu og hefur unnið á ýmsum stöðum hér á landi, t.a.m. á Brauðbæ, Veitingamanninum/ Höfðakaffi, að auki í Noregi, Danmörku og einnig starfaði hún á dvalarheimilinu Höfða Akranesi. þau hjónin hafa starfað sem leiðsögumenn. Margrét starfaði einnig i Upplýsingamiðstöð Suðurlands i Hveragerði.
Þór Ólafur hefur unnið á ýmsum stöðum þ.á.m. Akri á Akranesi, Össuri og Aðföngum og einnig i matvælaiðnaðinum Danmörku.
Myndir: aðsendar

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun