Frétt
Buðu upp á heilgrillað lamb í frumsýningarpartí í Café Flóru
Til að fagna sýningu þáttanna Lambið og miðin buðu framleiðendurnir, Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir og sjónvarpskokkur og Kristján Kristjánsson, til veislu í Grasagarðinum – nánar tiltekið í Café Flóru sem skartar sýnu fegursta þessa daganna.
„Okkur fannst þetta alveg tilvalinn staður til þess að sýna þættina okkar enda leikur náttúran svo stórt hlutverk í þáttunum.“
Segir Ragnar Freyr um uppskriftina sem hann deilir á vef sínum, en þeir félagar buðu upp á heilgrillað lamb með steiktu grænmeti, hvítlaukssósu, kraftmikilli tómatsósu og salati, borið fram á tortillu.
Þáttaröðin Lambið og miðin hóf sýningu í Sjónvarpi Símans í maí s.l. þar sem Ragnar Freyr ferðast um landið og eldar einstakan mat í einstöku umhverfi. Humarsamloka í Bakkafjöru, heilgrillað lamb í Eyjum eða grillaður nýveiddur þorskur í Naustavík. Ragnar ferðast um Ísland og eldar lamb og fiskmeti á sinn hátt þar sem náttúruperlur landsins fá að njóta sín.
Elvar
Fleiri myndir á vefsíðu Ragnars Freys hér.
Myndir: laeknirinnieldhusinu.com
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa









