Frétt
Buðu upp á heilgrillað lamb í frumsýningarpartí í Café Flóru
Til að fagna sýningu þáttanna Lambið og miðin buðu framleiðendurnir, Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir og sjónvarpskokkur og Kristján Kristjánsson, til veislu í Grasagarðinum – nánar tiltekið í Café Flóru sem skartar sýnu fegursta þessa daganna.
„Okkur fannst þetta alveg tilvalinn staður til þess að sýna þættina okkar enda leikur náttúran svo stórt hlutverk í þáttunum.“
Segir Ragnar Freyr um uppskriftina sem hann deilir á vef sínum, en þeir félagar buðu upp á heilgrillað lamb með steiktu grænmeti, hvítlaukssósu, kraftmikilli tómatsósu og salati, borið fram á tortillu.
Þáttaröðin Lambið og miðin hóf sýningu í Sjónvarpi Símans í maí s.l. þar sem Ragnar Freyr ferðast um landið og eldar einstakan mat í einstöku umhverfi. Humarsamloka í Bakkafjöru, heilgrillað lamb í Eyjum eða grillaður nýveiddur þorskur í Naustavík. Ragnar ferðast um Ísland og eldar lamb og fiskmeti á sinn hátt þar sem náttúruperlur landsins fá að njóta sín.
Elvar
Fleiri myndir á vefsíðu Ragnars Freys hér.
Myndir: laeknirinnieldhusinu.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla