Frétt
Buðu upp á heilgrillað lamb í frumsýningarpartí í Café Flóru
Til að fagna sýningu þáttanna Lambið og miðin buðu framleiðendurnir, Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir og sjónvarpskokkur og Kristján Kristjánsson, til veislu í Grasagarðinum – nánar tiltekið í Café Flóru sem skartar sýnu fegursta þessa daganna.
„Okkur fannst þetta alveg tilvalinn staður til þess að sýna þættina okkar enda leikur náttúran svo stórt hlutverk í þáttunum.“
Segir Ragnar Freyr um uppskriftina sem hann deilir á vef sínum, en þeir félagar buðu upp á heilgrillað lamb með steiktu grænmeti, hvítlaukssósu, kraftmikilli tómatsósu og salati, borið fram á tortillu.
Þáttaröðin Lambið og miðin hóf sýningu í Sjónvarpi Símans í maí s.l. þar sem Ragnar Freyr ferðast um landið og eldar einstakan mat í einstöku umhverfi. Humarsamloka í Bakkafjöru, heilgrillað lamb í Eyjum eða grillaður nýveiddur þorskur í Naustavík. Ragnar ferðast um Ísland og eldar lamb og fiskmeti á sinn hátt þar sem náttúruperlur landsins fá að njóta sín.
Elvar
Fleiri myndir á vefsíðu Ragnars Freys hér.
Myndir: laeknirinnieldhusinu.com
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Keppni13 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit