Vertu memm

Frétt

Buðu upp á heilgrillað lamb í frumsýningarpartí í Café Flóru

Birting:

þann

Ragnar Freyr Ingvarsson - Lambið og miðin

Til að fagna sýningu þáttanna Lambið og miðin buðu framleiðendurnir, Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir og sjónvarpskokkur og Kristján Kristjánsson, til veislu í Grasagarðinum – nánar tiltekið í Café Flóru sem skartar sýnu fegursta þessa daganna.

„Okkur fannst þetta alveg tilvalinn staður til þess að sýna þættina okkar enda leikur náttúran svo stórt hlutverk í þáttunum.“

Segir Ragnar Freyr um uppskriftina sem hann deilir á vef sínum, en þeir félagar buðu upp á heilgrillað lamb með steiktu grænmeti, hvítlaukssósu, kraftmikilli tómatsósu og salati, borið fram á tortillu.

Ragnar Freyr Ingvarsson - Lambið og miðin

Ragnar Freyr Ingvarsson - Lambið og miðin

Ragnar Freyr Ingvarsson - Lambið og miðin

Þáttaröðin Lambið og miðin hóf sýningu í Sjónvarpi Símans í maí s.l. þar sem Ragnar Freyr ferðast um landið og eldar einstakan mat í einstöku umhverfi. Humarsamloka í Bakkafjöru, heilgrillað lamb í Eyjum eða grillaður nýveiddur þorskur í Naustavík. Ragnar ferðast um Ísland og eldar lamb og fiskmeti á sinn hátt þar sem náttúruperlur landsins fá að njóta sín.

Elvar

Fleiri myndir á vefsíðu Ragnars Freys hér.

Myndir: laeknirinnieldhusinu.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið