Frétt
Buðu upp á heilgrillað lamb í frumsýningarpartí í Café Flóru
Til að fagna sýningu þáttanna Lambið og miðin buðu framleiðendurnir, Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir og sjónvarpskokkur og Kristján Kristjánsson, til veislu í Grasagarðinum – nánar tiltekið í Café Flóru sem skartar sýnu fegursta þessa daganna.
„Okkur fannst þetta alveg tilvalinn staður til þess að sýna þættina okkar enda leikur náttúran svo stórt hlutverk í þáttunum.“
Segir Ragnar Freyr um uppskriftina sem hann deilir á vef sínum, en þeir félagar buðu upp á heilgrillað lamb með steiktu grænmeti, hvítlaukssósu, kraftmikilli tómatsósu og salati, borið fram á tortillu.
Þáttaröðin Lambið og miðin hóf sýningu í Sjónvarpi Símans í maí s.l. þar sem Ragnar Freyr ferðast um landið og eldar einstakan mat í einstöku umhverfi. Humarsamloka í Bakkafjöru, heilgrillað lamb í Eyjum eða grillaður nýveiddur þorskur í Naustavík. Ragnar ferðast um Ísland og eldar lamb og fiskmeti á sinn hátt þar sem náttúruperlur landsins fá að njóta sín.
Elvar
Fleiri myndir á vefsíðu Ragnars Freys hér.
Myndir: laeknirinnieldhusinu.com
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024