Vertu memm

Freisting

Brynjar Eymunds opnaði nýjan veitingastað í gær

Birting:

þann


Séð yfir Smábátahöfnina í átt að Verbúðunum

Brynjar Eymundsson, matreiðslumeistari opnaði nýjan veitingastað í gær sem staðsettur er í verbúð við Geirsgötu.  Steinn Óskar Sigurðsson er yfirmatreiðslumaður og býður staðurinn sem er á tveimur hæðum upp á 50-60 sæti að auki veglegum bar.


Steinn og Brynjar þegar endurgerð á húsnæðinu stóðu sem hæðst, en þarna standa þeir í eldhúsi Verbúðarinnar, en þessi mynd var tekin 30. mars síðastliðin.

Léttur og rúllandi matseðill í hádeginu með réttum dagsins og ferskleika í fyrirrúmi, mismunandi frá degi til dags.  Smáréttir á boðstólnum yfir miðjan dag og smurt brauð og síðan fastur matseðill á kvöldin, allt með áherslu á flott hráefni og ferskan fisk að sjálfsögðu.

Freisting.is kemur til með að kíkja við hjá meisturunum í næstu viku.

/Smári

Myndir tók Matti Rambó

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið