Sverrir Halldórsson
Brúðkaups kynning hjá Soho veitingum – Frábær markaðsfærsla
Það var núna í lok apríl mánaðar sem Örn Garðarsson matreiðslumeistari og veitingamaður á SOHO veitingum í Reykjanesbæ, bauð mér að koma og upplifa hvernig hann markaðsfærir brúðkaupsveislur sem hann hefur verið fenginn til að sjá um.
Kynningin fór fram í sal í Þróttar í Laugardalnum í Reykjavík. Fyrir utan stóð bifreið merkt SOHO veitingum, þannig að fólk sá strax hvar kynningin væri, er inn var komið tók Örn á móti öllum og bauð fólki að fá sér að smakka matarveitingunum og svo myndi hann ræða við fólkið hvert fyrir sig og ef einhverjar spurningar hefðu vaknað þá yrði þeim svarað á staðnum.
Á hlaðborðinu voru ýmsir réttir, sem eru á brúðkaupstilboðum hjá honum, stakk mig strax að það var kaffibrúsi með pumpu á miðju borðinu og velti ég fyrir mér hver ástæða væri og spurði og svarið kom um hæl taktu svona staup og dældu í það og viti menn úr könnunni og þessi ljúfenga og sjóðandi heit humarsúpa og ég var seldur.
Ég fékk mér sæti inn í miðjum sal og smakkaði á öllu og var ég afar hrifinn af bragðinu á matnum sem hann er að bjóða upp á, sigurvegarinn var lemontart hjá öllum, enda kann Örn það utanbókar.
Til aðstoðar var Árni Gunnarsson framreiðslumeistari og svaraði hann öllum spurningum varðandi uppdekkningu á borðum og öðru sem sneri að salnum, ekki má gleyma Sævari Sveinsyni frá Mekka Wines&Spirits sem fræddi fólk um vín og gaf smakk á ýmsum tegundum.
Þannig að þarna fékk fólkið fullkomna kynningu og upplýsingar frá fagmönnum á staðnum og sem gátu svarað öllu hér og nú.
Frábær markaðsfærsla.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn1 dagur síðan
90 cm gaseldavél til sölu