Vertu memm

Freisting

Bróðir stjörnukokks heimilislaus

Birting:

þann

 Ronnie Ramsay
Ronnie Ramsay

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay þjénar milljónir á sjónvarpsþáttaröð sinni Hells Kitchen. Bróðir hans, Ronnie Ramsay, nær hins vegar ekki endum saman. Hann er heróínfíkill, býr á götunni og selur tímaritið The Big Issue sem gefið er út til styrktar heimilislausum á Englandi.

Árið 2007 var Ronnie handtekinn í Indónesíu fyrir vörslu heróins og sat í fangelsi í tíu mánuði. Eftir að honum var kastað í fangelsi var honum útskúfað úr fjölskyldunni.

„Hún hefur ekki viljað tala við mig síðan ég kom til baka,“ segir Ronnie í samtali við Daily Mail.

Gordon skrifaði um Ronnie í sjálfsævisögu sinni Humble Pie. Þar segist hann hafa borgað fimm sinnum fyrir meðferð fyrir Ronnie. Árið 1997 gekk hann svo langt að kaupa kókaín fyrir Ronnie svo hann kæmi í jarðarför föður þeirra, en umfjöllunina er hægt að lesa á vefnum Dv.is.


Feðgarnir Ronnie, faðir þeirra Gordon og Gordon Ramsay þegar allt lék í lyndi

/Smári

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið