Keppni
Bríet Berndsen í æfingabúðir í Sviss – Fylgist með á snapchat
- Bríet Berndsen Ingvadóttir
- Bríet á Íslandsmóti iðn- og verkgreina
Kjötiðnaðarneminn Bríet Berndsen Ingvadóttir er lent í Sviss, en þar mun hún æfa næstu daga fyrir Euroskills keppnina sem haldin verður í borginni Gdańsk í Póllandi í haust 2023.
Það er Verkiðn og Matvís sem meðal annars standa að æfingabúðunum í Sviss og er skipulagt af yfirdómara kjötiðnaðar Euroskills keppninnar.
Með Bríet í för eru kjötiðnaðarmeistararnir Kristján Hallur Leifsson þjálfari og Stefán Einar Jónsson liðsmenn í Landsliði Kjötiðnaðarmanna.
Til stóð að Björn Mikael Karelsson átti að keppa í Euroskills í haust en hann bar sigur úr býtum í Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem haldin var í mars sl., en sigurvegari öðlast þátttökurétt á Euroskills. Björn Mikael þurfti að láta frá sæti sínu í keppninni þar sem konan hans er sett á sama tíma og keppnin í Póllandi fer fram og Bríet var næst í stigum.
Á Euroskills í haust munu 32 lönd senda sína færustu ungmenni til að taka þátt í 43 mismunandi greinum.
Æfingabúðirnar eru haldnar í bænum Spiez í Sviss en þar munu kjötiðnaðarnemar frá Austurríki, Þýskalandi, Frakklandi og Sviss æfa fyrir Euroskills keppnina. Íslenska teymið flýgur heim á miðvikudaginn næstkomandi.
Er þetta í fyrsta sinn sem keppt er í kjötiðn á Euroskills og til gamans getið að það eru allar greinar hjá Matvís sem munu keppa í Euroskills í haust, matreiðsla, framreiðsla, bakara og kjötiðn.
Bríet er kjötiðnaðarnemi hjá Sláturfélagi Suðurlands og er á 2. ári í náminu.
Hægt er að fylgjast með herlegheitunum á snapchat: Veitingageirinn
Myndir: Skjáskot úr snapchat-i veitingageirans

-
Keppni3 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni21 klukkustund síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni24 klukkustundir síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan