Frétt
Breytingar og leiðbeiningar um innflutning á kjöti
Talsverðar breytingar urðu á reglum um innflutning á ferskum kjötvörum um áramótin. Innflytjendur þurfa nú meðal annars að sýna fram á að að ófrosið og óhitameðhöndlað kjöt af kjúklingum og kalkúnum sé ekki smitað af kampýlóbakter og ekki er lengur gerð krafa um frystiskyldu á fersku kjöti.
Þá taka viðbótartryggingar gildi sem þýðir að með sendingum af eggjum, svínakjöti, nautagripakjöti, kjúklingakjöti og kalkúnakjöti þurfa að fylgja staðfestingar á að ekki hafi greinst salmonella í vörunni.
Matvælafyrirtæki sem flytja inn kjöt til landsins eru hvött til að kynna sér vel breytingarnar en Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar vegna þeirra. Þær má finna á vef MAST.
Breytingarnar eru unnar í samræmi við aðgerðaáætlun í 17 liðum um að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Áætlunin var lögð fram af Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og var hún samþykkt sem þingsályktun hinn 19. júní sl. Unnið hefur verið að mótun og framgangi þeirra aðgerða í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu frá því í desember 2017 og er sú vinna í forgangi í ráðuneytinu.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins