Markaðurinn
Breytingar hjá Ásbirni Ólafssyni ehf.
Ásbjörn Ólafsson ehf. hefur tekið ákvörðun um að einbeita sér alfarið að sölu og markaðssetningu sérvöru, þ.e. búsáhöldum og gjafavöru bæði fyrir neytendamarkað sem og stórnotendamarkað. Á sama tíma hefur samkomulag náðst við Danól ehf. um að taka við rekstri neytendavörudeildar matvöru, sælgætis og bílhreinsivara sem og stóreldhúsadeildar matvöru. Þetta hefur í för með sér að Danól ehf. mun taka yfir flest vörumerki ásamt starfsfólki þessara deilda, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ásbirni Ólafssyni ehf.
Þessi gjörningur er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Ásbjörn Ólafsson ehf. verður áfram með fjölbreytt úrval heimilis- og gjafavöru fyrir neytendamarkað sem og sérvöru fyrir stórnotendamarkað. Mikil aukning hefur verið í þessum vöruflokkum og munum við kappkosta að bæta enn frekar í stórglæsilegt vöruúrval okkar í framtíðinni.
Ásbjörn Ólafsson ehf. hefur alla tíð lagt mikla áherslu á að vera með framúrskarandi starfsfólk, sterk og góð vörumerki ásamt því að veita góða þjónustu og verður engin breyting þar á.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum