Markaðurinn
Breytingar hjá Ásbirni Ólafssyni ehf.
Ásbjörn Ólafsson ehf. hefur tekið ákvörðun um að einbeita sér alfarið að sölu og markaðssetningu sérvöru, þ.e. búsáhöldum og gjafavöru bæði fyrir neytendamarkað sem og stórnotendamarkað. Á sama tíma hefur samkomulag náðst við Danól ehf. um að taka við rekstri neytendavörudeildar matvöru, sælgætis og bílhreinsivara sem og stóreldhúsadeildar matvöru. Þetta hefur í för með sér að Danól ehf. mun taka yfir flest vörumerki ásamt starfsfólki þessara deilda, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ásbirni Ólafssyni ehf.
Þessi gjörningur er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Ásbjörn Ólafsson ehf. verður áfram með fjölbreytt úrval heimilis- og gjafavöru fyrir neytendamarkað sem og sérvöru fyrir stórnotendamarkað. Mikil aukning hefur verið í þessum vöruflokkum og munum við kappkosta að bæta enn frekar í stórglæsilegt vöruúrval okkar í framtíðinni.
Ásbjörn Ólafsson ehf. hefur alla tíð lagt mikla áherslu á að vera með framúrskarandi starfsfólk, sterk og góð vörumerki ásamt því að veita góða þjónustu og verður engin breyting þar á.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins