Frétt
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lagt í samráðsgátt breytingu á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi.
Hæstaréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að sá hluti reglugerðarinnar, sem kvað á um að vöruval ÁTVR skyldi byggjast á framlegð vara (mismun á innkaupsverði og söluverði) skorti lagastoð. Í dómnum kemur fram að lög um verslun með áfengi og tóbak, sem reglugerðin byggist á, heimili að vöruval ÁTVR taki mið af eftirspurn. Þar sé hins vegar ekki minnst á framlegð.
Þær breytingar sem lagðar eru til lúta fyrst og fremst að viðbrögðum við fyrrnefndum dómi Hæstaréttar, en einnig eru lagðar til nokkrar aðrar breytingar.
Á næstum misserum er stefnt að heildarendurskoðun reglugerðarinnar og kunna ábendingar sem berast í samráðsgátt um efni reglugerðarinnar að öðru leyti að verða nýttar í þágu þeirrar vinnu.
Umsagnarfrestur er til og með 14. febrúar.
Sjá nánar í samráðsgátt stjórnvalda.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum