Frétt
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lagt í samráðsgátt breytingu á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi.
Hæstaréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að sá hluti reglugerðarinnar, sem kvað á um að vöruval ÁTVR skyldi byggjast á framlegð vara (mismun á innkaupsverði og söluverði) skorti lagastoð. Í dómnum kemur fram að lög um verslun með áfengi og tóbak, sem reglugerðin byggist á, heimili að vöruval ÁTVR taki mið af eftirspurn. Þar sé hins vegar ekki minnst á framlegð.
Þær breytingar sem lagðar eru til lúta fyrst og fremst að viðbrögðum við fyrrnefndum dómi Hæstaréttar, en einnig eru lagðar til nokkrar aðrar breytingar.
Á næstum misserum er stefnt að heildarendurskoðun reglugerðarinnar og kunna ábendingar sem berast í samráðsgátt um efni reglugerðarinnar að öðru leyti að verða nýttar í þágu þeirrar vinnu.
Umsagnarfrestur er til og með 14. febrúar.
Sjá nánar í samráðsgátt stjórnvalda.
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi