Frétt
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lagt í samráðsgátt breytingu á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi.
Hæstaréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að sá hluti reglugerðarinnar, sem kvað á um að vöruval ÁTVR skyldi byggjast á framlegð vara (mismun á innkaupsverði og söluverði) skorti lagastoð. Í dómnum kemur fram að lög um verslun með áfengi og tóbak, sem reglugerðin byggist á, heimili að vöruval ÁTVR taki mið af eftirspurn. Þar sé hins vegar ekki minnst á framlegð.
Þær breytingar sem lagðar eru til lúta fyrst og fremst að viðbrögðum við fyrrnefndum dómi Hæstaréttar, en einnig eru lagðar til nokkrar aðrar breytingar.
Á næstum misserum er stefnt að heildarendurskoðun reglugerðarinnar og kunna ábendingar sem berast í samráðsgátt um efni reglugerðarinnar að öðru leyti að verða nýttar í þágu þeirrar vinnu.
Umsagnarfrestur er til og með 14. febrúar.
Sjá nánar í samráðsgátt stjórnvalda.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn1 dagur síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar5 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni16 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






