Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Brewdog er nýr og spennandi veitingastaður
Á horni Frakkastígs og Hverfisgötu var verið að opna nýjan spennandi veitingastað sem ber nafnið Brewdog, þar sem áherslan er mikið og fjölbreytt úrval af bjór. Brewdog er skoskt að uppruna.
Hugmyndin á bak við BrewDog kemur frá þeim félögum Martin Dickie og James Watt í Fraserburgh í Skotlandi árið 2007. Kveikjan eiginlega var langleiði þeirra á bragðlausum fjöldaframleiddum lagerbjórum og slöppu óvönduðu öli sem á þeim tíma var að tröllríða breskum bjórmarkaði. Þeim langaði að breyta þessari þróun og skapa spennandi og ljúffengan bjór og kynna almenningi fyrir öllu því góða sem bjórheimurinn hefur að bjóða, alvöru handverk (craft).
Barinn á Frakkastíg er settur upp og innréttaður í anda BrewDog. Það verða 20 bjórdælur sem færa manni bjór af dælukerfi sem líklega er með styrstu bjórlínum á landinu. Kútarnir standa í kæliherbergi beint aftan við dælurnar og línurnar eru aðeins um 1 meter að lengd, en þannig má takmarka afföll og auka gæðin.
Kæliherbergi þýðir að ekki þarf sér kælikerfi til að kæla bjórinn og bjórinn er því geymdur við bestu aðstæður.
Stefnan er að hafa 12 krana með BrewDog bjór og þar af 5 „headliners“ eða fastan bjór sem maður gengur að vísum og svo er rest róterandi. Afgangurinn er svo gestabjór af ýmsum toga, eina reglan er að gestabjór þarf að vera handverks bjór (craft) og auðvitað góður.
Maturinn skiptir máli að sjálfsögðu og ekki er minni áhersla lögð á góðan mat en fjölbreyttar veigar og verðinu er stillt verulega í hóf.
Það eru Þórhallur Viðarsson, Eyþór Mar Halldórsson, Róbert Ólafsson og Eggert Gíslason sem standa að opnun BrewDog-staðarins á Frakkastíg auk fleiri „bjórnörda“ og annarra fjárfesta.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?