Freisting
Brauðhleifur ársins úr Hafnarfirði
Tveir bakarar úr Hafnarfirði urðu hlutskarpastir í keppninni um brauð ársins þar sem skilyrði var að í það minnsta fjórðungur hráefnisins væri íslenskt bygg frá Þorvaldseyri. Það voru þeir Jón Rúnar Arilíusson og Nikulás Ágústsson úr bakaríinu Kökulist í Hafnarfirði sem unnu með bygghleif frá bakaranum góða, eins og þeir nefna brauðið. Segir Jón Rúnar að brauðið sé bakað eftir aðferðum aftan úr grárri forneskju.
Þetta er í þriðja sinn sem fyrirtækið Kornax efnir til þessarar keppni og var þátttaka góð, 17 brauð bárust frá níu bakaríum. Verðlaunin voru afhent á kornakri Ólafs á Þorvaldseyri 29 júlí s.l. en um það sá Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra. Brauðið verður kynnt og auglýst sérstaklega í haust og verður á boðstólum í mörgum bakaríum, en þá má nú þegar fá í Kökulist.
Kornræktarævintýri Ólafs Eggertssonar á Þorvaldseyri vindur vel fram en hann hefur selt um 14 tonn af byggi og hveiti frá því hann hóf að markaðssetja það á bóndadaginn í vetur. Hann segist vera undir það búinn að eftirspurnin aukist með þessari og öðrum auglýsingum og reiknar með að taka 30-50 tonn af uppskeru haustsins frá til þess að sinna þessu verkefni. Repjan sprettur vel þessar vikurnar á Þorvaldseyri en þar er í gangi tilraun til að hefja framleiðslu á lífeldsneyti. Er undirbúningur að skurði og vinnslu þegar hafinn.
Mynd sem fylgir fréttinni tók Jónas Erlendsson í Fagradal við athöfnina sem fór fram innan um vetrarhveiti Ólafs.
Greint frá í Bændablaðinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?