Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Brauð & co opnar

Brauð & co virðir einfaldleika gamalla hefða og leggur áherslu á fyrsta flokks hráefni, ýmist íslenska- eða lífræna framleiðslu.
Viðskiptavinir fá tækifæri til að fylgjast með bakstursferlinu sem fer fram í opnu rými.
Lífræna súrdeigsbakaríið Brauð & co á Frakkastíg hefur formlega verið opnað og býður upp á nokkrar týpur af súrdeigsbrauði, rúnstykki og croissant, vínarbrauð úr íslensku smjöri svo fátt eitt sé nefnt.
Eigandi er Ágúst Einþórsson, en hann er menntaður konditor og lærði í Danmörku þar sem hann hefur lengi búið og starfað. Hann segist hafa prófað allan skalann og hefur unnið hjá litlum bakaríum jafnt sem Michelinstjörnu veitingahúsum.
Sjá einnig: Nýtt bakarí opnar á Frakkastíg
Ágúst stendur þó ekki einn að opnuninni þar sem vinur hans og kvikmyndaframleiðandinn Þórir Sigurjónsson hafði einnig látið sig dreyma um bakaríið. Verkefnið fór þá loksins á skrið þegar fjárfestarnir Elías Guðmundsson og Birgir Bieltvedt komu um borð.
Myndir: Instagram/braudogco

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?
-
Frétt2 dagar síðan
Matvælastofnun varar við E. coli í innfluttum frönskum osti