Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Brauð & co opnar

Brauð & co virðir einfaldleika gamalla hefða og leggur áherslu á fyrsta flokks hráefni, ýmist íslenska- eða lífræna framleiðslu.
Viðskiptavinir fá tækifæri til að fylgjast með bakstursferlinu sem fer fram í opnu rými.
Lífræna súrdeigsbakaríið Brauð & co á Frakkastíg hefur formlega verið opnað og býður upp á nokkrar týpur af súrdeigsbrauði, rúnstykki og croissant, vínarbrauð úr íslensku smjöri svo fátt eitt sé nefnt.
Eigandi er Ágúst Einþórsson, en hann er menntaður konditor og lærði í Danmörku þar sem hann hefur lengi búið og starfað. Hann segist hafa prófað allan skalann og hefur unnið hjá litlum bakaríum jafnt sem Michelinstjörnu veitingahúsum.
Sjá einnig: Nýtt bakarí opnar á Frakkastíg
Ágúst stendur þó ekki einn að opnuninni þar sem vinur hans og kvikmyndaframleiðandinn Þórir Sigurjónsson hafði einnig látið sig dreyma um bakaríið. Verkefnið fór þá loksins á skrið þegar fjárfestarnir Elías Guðmundsson og Birgir Bieltvedt komu um borð.
Myndir: Instagram/braudogco
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






