Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Brauð & co opnar

Brauð & co virðir einfaldleika gamalla hefða og leggur áherslu á fyrsta flokks hráefni, ýmist íslenska- eða lífræna framleiðslu.
Viðskiptavinir fá tækifæri til að fylgjast með bakstursferlinu sem fer fram í opnu rými.
Lífræna súrdeigsbakaríið Brauð & co á Frakkastíg hefur formlega verið opnað og býður upp á nokkrar týpur af súrdeigsbrauði, rúnstykki og croissant, vínarbrauð úr íslensku smjöri svo fátt eitt sé nefnt.
Eigandi er Ágúst Einþórsson, en hann er menntaður konditor og lærði í Danmörku þar sem hann hefur lengi búið og starfað. Hann segist hafa prófað allan skalann og hefur unnið hjá litlum bakaríum jafnt sem Michelinstjörnu veitingahúsum.
Sjá einnig: Nýtt bakarí opnar á Frakkastíg
Ágúst stendur þó ekki einn að opnuninni þar sem vinur hans og kvikmyndaframleiðandinn Þórir Sigurjónsson hafði einnig látið sig dreyma um bakaríið. Verkefnið fór þá loksins á skrið þegar fjárfestarnir Elías Guðmundsson og Birgir Bieltvedt komu um borð.
Myndir: Instagram/braudogco

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni2 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Keppni2 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift