Veitingarýni
Brass Laugavegi 66 heimsótt
Nokkuð liðið frá síðasta pistli, en alltaf gaman að fara út að borða. Fékk boð frá eigendum að Brass að kíkja í heimsókn og vissulega var orðið við því. Fimmudagskvöld, Laugavegurinn fullur af ferðamönnum og staðurinn líka.
Páll Hjálmarsson og Guðjón Þór Guðmundsson eigendur, voru báðir á vaktinni og fullt var út úr dyrum.
Fékk bjórplatta með 5 tegundum af bjór af krana frá Borg brugghús; Úlfur, Leifur, Snorri, Brjánsi og Úlfrún. Og svo byrjaði veislan:
Fyrstur kom Brass platti, skemmtileg blanda af íslenskum mat með tvisti með annars reykt gæs og kjúklingalifrarmús, reyksoðinn lax, harðfiskur, skyr með rjómablandi og nýsteikt kleina með skyri í stað súrmjólkur. Fantagóður platti og mjög vinsæll, þessi á vel við ferðamanninn sem vill smakk eitthvað íslenskt og gott.
Næstur kom ofnbakaður Camembert. Silkimjúkur ostur, sultuð bláber og stökkar hnetur. Mjög góður réttur sem rann ljúft niður, mjög gott ristað súrdeigsbrauð alla leið úr Hafnarfirðinum frá Brikk brauðhúsi, flott samstarf þar á ferð. Veglega útilátinn skammtur!
Smá bragð á milli rétta. Reykt þorsklifur, sjávarsalt og grillað brauð. Borið fram beint úr dósinni, þessi kallaði á dreitil af góðu rauðvíni. Foie gras úr sjó. Mjög góður réttur, einfalt og mátulegt smakk.
Spicy kjúklingur var næstur á dagskrá. Vel kryddaður kjúklingur, stökkt skinnið, þetta steinlá með bjórnum. Gráðaostasósa eins og hún getur best verið. Hrikalega braðgott og djúsi, borið fram með einnota nítrilhanska svo maður verði ekki subbulegur, stórsniðugt!
Síðan komu hamborgarar, ekki einn, ekki tveir heldur þrír í röð. Hvað heldur eldhúsið eiginlega að ég sé, átvagl? Borðaði nú ekki alla, en smakkaði alla.
Brassburger, mjög vel útfærður borgari, mjög braðgott relish sem eldhúsið lagar frá grunni, mild og bragðgóð trufflumayosósa og stökkar og bragðgóðar franskar. Hörkuburger á flottu verði og fullt af bragði.
Parma borgari var næstur, ekki síðri, meira bragð, Brioch brauðið naut sín betur, var ekki síðri, mjög gott með smá Ítalíu tvisti í bragði, öðruvísi samsetning en skotheldur. Fröllur og pikkluð gúrka on the side, mjög gott.
Punkturinn yfir i-ið. VEGAN borgari. Þessi kom skemmtilega á óvart, alltaf gaman að sjá hvernig grænmetisætur og nú þeir sem eru Vegan geta fundið eitthvað við sitt hæfi á matseðlum. Reyktur chili, sætar kartöflur, klettasalat og vegan-mayo. Mjög góður borgari sem fær mín meðmæli. Sætt mangó og kóríandersalsa smellpassaði með.
Smá sætt í endann…
Eplakaka í skál, bökuð epli, sætur mulningur og karamellusósa. Var ég kominn til ammeríkuhrepps? Suðurríkjabragur á þessum rétt, sætur og hlaðinn af bragði. Kanilís sem slaufaði þessu saman. Mjög gott, flottur til að deila eða bara fyrir einn svangan.
Belgísk vaffla í lokin, þegar þessi kom á borðið var ég farinn að horfa eftir útgönguleið, alveg að springa. Klassískur réttur, fallega framborinn, ekki eins sætur og eplabomban en mjög braðgóð. Léttur og bragðgóður vanilluís, fallega framborið og gott.
Létt yfirbragð staðarins skilaði sér inní eldhús með léttum og bragðmiklum réttum. Lágstemmd tónlist yfir matnum naut sín auk þess sem hljóðvist inná Brass er mjög góð, ekkert skvaldur að berast frá nálægum gestum. Skemmtileg og bragðgóð heimsókn. Brass fær mín meðmæli.
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni