Viðtöl, örfréttir & frumraun
Brad Pitt ánægður með hamborgarann í Dalakofanum
Það er ekki á hverjum degi sem ein frægasta manneskja heims gengur inn á lítinn veitingastað úti á landi og pantar sér einn af þjóðarréttum Íslendinga, sjoppuborgarann, en það er nákvæmlega það sem gerðist í Dalakofanum í Reykjadal í Þingeyjarsveit í gær, að því er fram kemur á dv.is.
„Þetta var nokkuð óvænt og ég get alveg viðurkennt það stelpurnar sem eru að þjóna til borðs voru kannski aðeins spenntar en að öðru leyti fékk hann bara að vera í friði,“
segir Ólafur Sólimann í samtali við dv.is, en Ólafur rekur Dalakofann ásamt eiginkonu sinni Guðrúnu Boyd og bætir við og segir að allt hafi þó farið fram með kyrrum kjörum. Leikarinn heimsfrægi hafi snætt borgarann í rólegheitunum ásamt salati til hliðar og virst njóta matarins. Svo hafi hann þakkað fyrir sig, borgað og haldið sína leið á mótorhjólinu.
Ekki er vitað í hvaða erindagjörðum Pitt er hér á landi, hvort um sé að ræða frí eða undirbúning á einhverju kvikmyndaverkefni, segir á vef dv.is. Leikarinn gisti á Fosshótel Húsavík og mátti sjá mynd af honum á samfélagsmiðlum ásamt starfsfólki hótelsins.
Sjá einnig: Brad Pitt framleiðir nýtt gin
Mynd: úr safni / samsett mynd
-
Uppskriftir7 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta18 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði