Sverrir Halldórsson
Börnum meinaður aðgangur að veitingastað | Hefur aldrei gengið betur
Ástralski veitingamaðurinn Liam Flynn bannaði börn undir 7 ára aldri á veitingastað sínum Flynn’s eftir að hafa lent í harkalegu rifrildi við móður 2 ára barns sem hann bað að róa niður, að því er fram kemur á vefnum vb.is.
Rekstur veitingastaðarins hefur tekið stakkaskiptum eftir að bannið tók gildi og var síðasta helgi sú besta í sögu staðarins. Business Insider greinir frá þessu.
Ákvörðun Flynn hefur vakið blendin viðbrögð. Hann er ánægður með að ákvörðunin hafi vakið upp umræðu um það hvernig börn eiga að hegða sér á veitingastöðum.
Reksturinn gengur stórvel. Síðustu föstudags- og laugardagskvöld settum við met. Fólk er að spreða, drekka fínt vín og eyða stórum fjárhæðum hjá okkur,
segir Flynn í samtali við Business Insider.
Þess má geta að hundar eru velkomnir á Flynn’s.
Greint frá á vb.is
Mynd: af heimasíðu Flynn’s
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






