Sverrir Halldórsson
Börnum meinaður aðgangur að veitingastað | Hefur aldrei gengið betur
Ástralski veitingamaðurinn Liam Flynn bannaði börn undir 7 ára aldri á veitingastað sínum Flynn’s eftir að hafa lent í harkalegu rifrildi við móður 2 ára barns sem hann bað að róa niður, að því er fram kemur á vefnum vb.is.
Rekstur veitingastaðarins hefur tekið stakkaskiptum eftir að bannið tók gildi og var síðasta helgi sú besta í sögu staðarins. Business Insider greinir frá þessu.
Ákvörðun Flynn hefur vakið blendin viðbrögð. Hann er ánægður með að ákvörðunin hafi vakið upp umræðu um það hvernig börn eiga að hegða sér á veitingastöðum.
Reksturinn gengur stórvel. Síðustu föstudags- og laugardagskvöld settum við met. Fólk er að spreða, drekka fínt vín og eyða stórum fjárhæðum hjá okkur,
segir Flynn í samtali við Business Insider.
Þess má geta að hundar eru velkomnir á Flynn’s.
Greint frá á vb.is
Mynd: af heimasíðu Flynn’s
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti






