Frétt
Borða landsmenn kokteilsósu með pizzu?
Mörgum þykir okkur vænt um kokteilsósuna og notum athugasemdlaust af hinum margvíslegu tilefnum. Þau okkar sem stunda þá iðju að nota kokteilsósu með pizzu könnumst hins vegar mörg við að sessunautar reki upp stór augu þegar kokteilsósan góða er dregin fram með pizzunni. Rétt eins og um einhverskonar afbökun pizzunnar sé að ræða!
Markaðs og miðlarannsóknir ehf þótti því gráupplagt, að fá úr því skorið hversu algeng sú iðja er að bragðbættu majónessósunni sé smurt á ítalska brauðréttinn. Skemmst er frá því að segja að heill fjórðungur landsmanna sagðist fá sér kokteilsósu með pizzu, og það sem meira er – að unga fólkið okkar og íbúar landsbyggðarinnar eru helmingi líklegri en aðrir landsmenn til að taka pizzuna sína með kokteilsósu.
Það er því hreint ekki svo að sós’o’pizza combóið sé beinlínis óalgengt, eins og gagnrýnendur vilja vera láta, heldur virðist sem tvær þjóðir búi í þessu landi.
Munur eftir lýðfræðihópum
Ef tölurnar sjálfar eru skoðaðar þá sést að unga fólkið reyndist líklegra til að dekra flatbökuna með majónesblöndunni vinsælu en 35% svarenda á aldrinum 18-29 ára kváðust fá sér kokteilsósu með pizzu. Fór kokteilsósunotkun síðan minnkandi með auknum aldri og mældist minnst meðal svarenda 68 ára og eldri – en 6% þeirra kváðust fá sér kokteilsósu þegar pizza væri á boðstólnum.
Þá reyndust íbúar landsbyggðarinnar (30%) líklegri til að borða kokteilsósu með pizzu en svarendur af höfuðborgarsvæðinu (20%).
Stuðningsfólk stjórnmálaflokka
Nokkur munur reyndist á téðri kokteilsósunotkun eftir stjórnmálaviðhorfum svarenda. Stuðningsfólk Pírata (30%), Framsóknar (28%) og Flokks fólksins (25%) reyndust líklegust til að segjast fá sér kokteilsósu með pizzu en stuðningsfólk Samfylkingar (14%), Viðreisnar (16%) og Miðflokks (19%) ólíklegust. Það er því spurning hvort óákveðnir kjósendur séu ekki hér komnir með leiðavísi um hvaða flokk þeir geti valið sér næst – allt eftir því hvernig þeir taki pizzuna sína.
Það var Markaðs og miðlarannsóknir ehf (MMR) sem gerði meðfylgjandi könnun. Svarfjöldi voru 934 einstaklingar og var könnunin framkvæmd: 11. til 15. febrúar 2019.
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Food & fun21 klukkustund síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó