Bocuse d´Or
Bocuse d´Or: Guðmundur Bender er nýr aðstoðarmaður Sigurjóns – Viðtal
Guðmundur Halldór Bender matreiðslunemi er nýr „Commis“ aðstoðarmaður Sigurjóns í keppniseldhúsinu í Bocuse d’Or úrslitakeppninni sem haldin verður 22. og 23. janúar 2023 í Lyon í Frakklandi.
Guðmundur er þó ekki óreyndur þegar kemur að keppnum í veitingageiranum, en hann keppti í Eftirréttur ársins og lenti þar í 4. sæti árið 2021, hreppti titilinn Matreiðslunemi ársins sama ár og 2. sætið í Norrænu nemakeppninni.
Eins og kunnugt er þá keppti Sigurjón í undankeppni Bocuse d‘Or sem haldin var í Búdapest, dagana 23. og 24. mars s.l. og með Sigurjóni í keppniseldhúsinu var Hugi Rafn Stefánsson. Guðmundur var aðstoðarmaður þeirra á þeim tíma og er þ.a.l. öllum hnútum kunnugur í Bocuse d’Or.
Guðmundur Bender byrjaði að læra fræðin sín á Hótel Sögu árið 2018 og til að auka við þekkingu sína á námstímanum þá starfaði hann meðal annars á veitingastaðnum Sjálandi með Rúnari Pierre og Ólafi Ágústssyni matreiðslumeisturum.
Guðmundur kláraði síðan námstímann sinn á veitingastaðnum Héðni þar sem hann starfaði með Sigurjóni og Sindra Guðbrands og stefnir nú á að fara í þriðja bekkinn í Hótel-, og matvælaskólanum núna í janúar 2023 og sveinsprófið næsta vor.
„Æfingar hafa verið stífar og kröfuharðar alltaf að reyna að ná fullkomnun og erum að reyna koma okkur áfram að ákveðnu markmiði sem gerist smátt og smátt, æfum 6 daga vikunnar í Fastus, en þegar nær dregur erum við að æfa daglega.“
Sagði Guðmundur í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um æfingarnar.
Hvernig stóð það til að þú varst aðstoðarmaður Sigurjóns?
„Ég kynntist Sigurjóni fyrst þegar hann var að þjálfa Kokkalandsliðið 2019, þá var ég aðstoðarmaður með liðinu. Sigurjón og ég höfum alltaf náð vel saman og þegar hann ætlaði í Bocuse d´Or bauð hann mér að vera með honum í liðinu og ég var fljótur að taka því boði.
Ég vildi vera með í keppniseldhúsinu sjálfu eftir að hafa aðstoðað Sigga Lauf þegar hann var að æfa fyrir Bocuse d´Or keppnina sína. Og þegar tækifærið kom að því að commis staðan var laus fyrir Lyon, eftir við vorum búnir að keppa í Búdapest, þá stökk ég á það.“
Hvað tekur við eftir Bocuse d´Or?
„Ég ætla að byrja á því að klára þriðja bekkinn og halda aðeins áfram í keppnismatreiðslu, annars tek ég bara einn dag í einu.“
Áttu einhverja fyrirmynd úr íslenska veitingabransanum?
„Það eru nokkur nöfn sem koma strax upp í huga mér og á mikið að þakka; Sigurjón Bragi Geirsson, Siggi Laufdal, Hinrik Örn Halldórsson, Rúnar Pierre, Ólafur Ágústsson, Denis Grbic, Sindri Guðbrandur. Svo eru margir aðrir mjög góðir og koma til greina.“
Af hverju að læra að verða matreiðslumaður?
„Ég hef alltaf haft gaman á því að elda og þegar ég kláraði tíunda bekkinn, þá fór ég í grunndeildina í MK til að prófa og eftir að ég kláraði grunndeildina, þá fór ég á nemasamning á Hótel Sögu og hef unnið við starfið síðan.“
Sagði Guðmundur hress.
Hver eru þín helstu áhugamál?
„Mín helstu áhugamál eru útivist og hreyfing. Ég hef mikið gaman af veiði, þá bæði stangveiði og skotveiði. Hestamennskan er líka hlutur sem ég hef alltaf gaman af og ferðast.“
Eitthvað sem þú vilt segja við matreiðslunema sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í veitingageirann?
„Það sem ég myndi ráðleggja er að umkringja sig með góða matreiðslumenn, sýna metnað og vilja, líka vera tilbúinn að leggja hart að þér og halda áfram og ekki efast um neitt.“
Sagði Guðmundur að lokum.
Fleiri fréttir af Guðmundi hér.
Um Bocuse d´Or
Bocuse d’Or er allra virtasta matreiðslukeppni sem haldin er í heiminum og verið haldin síðan 1987 og komast færri þjóðir að enn vilja.
Fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999, en það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 náðu þeir báðir í bronsverðlaun.
24 þjóðir fá keppnisrétt eftir að hafa sigrað forkeppni úr sinni heimsálfu. Bocuse d’Or er oft kölluð hin eina sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu.
Bocuse d’Or 2023 úrslitakeppni verður haldin eins og áður segir dagana 22. og 23. janúar 2023 í Lyon. Þar mun Sigurjón Bragi Geirsson keppa fyrir hönd Íslands.
Liðin 24 sem keppa hafa fimm og hálfan tíma til að búa til, meðal annars, sjávarréttadisk fyrir 15 manns sem samanstendur af eftirfarandi þáttum:
Aðalhráefni: 2 x skötuselur (hauslausir). Hörpuskel til að búa til fyllingu.
Skreyting/meðlæti: Tvær grænmetisskreytingar settar á fatið og eitt skraut af „ragout“ gerð sem sýnir belgjurt frá þátttökulandinu.
Íslenska liðið
Kandítat: Sigurjón Bragi Geirsson
Aðstoðarmaður Sigurjóns er: Guðmundur Halldór Bender
Aðstoðarmenn:
Dagur Hrafn Rúnarsson
Hinrik Örn Halldórsson
Egill Snær Birgisson
Þjálfari: Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson
Dómari fyrir hönd Íslands: Friðgeir Ingi Eiríksson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu