Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Blue Hótel Fagralund opnar í Reykholti
Stefnt er á að opna nýtt 40 herbergja hótel í Reykholti í Bláskógabyggð um miðjan júní næstkomandi.
Framkvæmdir ganga vel, undirstöður eru tilbúnar, en hótelbyggingn sjálf er smíðuð úti í Noregi og er húsi væntanlegt um miðjan apríl. Hótelið heitir Blue Hótel Fagralund.
Jóhann Guðni Reynisson, framkvæmdastjóri Stakrar gulrótar ehf. sem byggir hótelið, segir að það taki aðeins nokkra daga að setja húsið upp.
„Við reiknum frekar með Íslendingum í sumar, að minnsta kosti framan af. Íslendingar vilja hafa heita potta og hluti af okkar viðbrögðum við breyttri stöðu er að koma upp pottum og heilsulind fyrir gestina.
Mér heyrist á öllu að það gangi vel að bólusetja í Bretlandi og Bandríkjunum sem verið hafa okkar helstu markaðir og ég vonast til að gestir þaðan fari að skila sér þegar líður á sumarið,“
segir Jóhann Guðni í samtali við mbl.is.
Mynd: úr safni og tengist fréttinni ekki beint
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir






