Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bjórframleiðsla og sala hafin á Ölverk
Starfsemi í brugghúsi Ölverks í Hveragerði hófst formlega þann 6. september síðastliðinn og þá aðeins á eftir áætlun vegna umfangsmikilla framkvæmda sem ráðist var í. Ölverk Pizza og Brugghús opnaði 28. maí 2017 og sérhæfir sig í eldbökuðum pizzum og bjór úr brugghúsi staðarins sem knúið er áfram með jarðhita.
En nú tæpum 5 vikum síðar eru alls 5 bjórar fáanlegir úr brugghúsi Ölverks og aðrir sem bíða þess að komast á krana.
Að sögn Elvars Þrastarsonar, einn þriggja eiganda Ölverks, var mjög gaman að komast aftur í hlutverk bruggmeistara en hjartað slær svo sannarlega í brugghúsinu þar hann kann best við sig.
Það tók sinn tíma að læra á nýtt brugghús og þá nefnir hann helst jarðgufuna í framleiðsluferlinu sem x faktor. Jarðgufan sem náðist inn í brugghúsið er 150°c heit en eftir smá byrjunarerfiðleika hefur hún staðið fyllilega fyrir sínu sem er afar ánægjulegt og gefur nýja nálgun á bjórframleiðslu á heimsvísu.
Sjá einnig: Fyrsta brugghúsið í Evrópu sem notast við jarðgufu við framleiðslu bjórs
Það er yfirlýst markmið að hjá Ölverk að þar verði ávallt bruggaður bjór af fjölbreyttum toga, bæði fyrir hinn almenna neytanda sem og fyrir kröfuharða kunnáttumenn sem laðast að hinu óvenjulega og veigri sér ekki við að sækja Hveragerði heim til þess að upplifa slíkt.
Ásamt að því að halda áfram vöruþróun er gert ráð fyrir að hefja innan skamms formlega móttöku á hópum í sérstökum sal þar sem boðið verður upp á sýnilega bjórverksmiðju, útskýringu á nýtingu orkunnar, sérstöðunni og framleiðsluferlinu auk þess sem gestum mun gefast kostur á að smakka framleiðsluna.
Áhugasömum gefst tækifæri á að fylgjast með Ölverk lífinu inn Facebook (Ölverk) eða inn á Instagram (olverkbrugghus)
Myndir: facebook / Ölverk
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Frétt19 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum