Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Bjarni Gunnar og Gunnar Karl stjórnendur í nýja Marriott Edition hótelinu

Birting:

þann

Nú hefur nýja Marriott Edition hótelið við Austurhöfn birt auglýsingu þar sem leitað er að fagmönnum í veitingadeildina, t.a.m. restaurant general manager, bar manager ofl.

Í auglýsingunni kemur fram að Bjarni Gunnar Kristinsson er yfirmatreiðslumaður Marriott hótelsins og með honum starfar Gunnar Karl Gíslason matreiðslumaður.

Marriott hótelið verður fimm stjörnu hótel með 250 herbergi. Hótelið mun bjóða upp á veislu- og fundarsali, fjölda veitingastaða auk heilsulindar. Fullbyggðu er hótelinu ætlað að verða eitt glæsilegasta hótel Reykjavíkur.

Marriott Edition hótelið við Austurhöfn

Marriott Edition hótelið við Austurhöfn.
Tölvuteiknuð mynd.

Formleg opnun er áætluð í lok sumars 2021.

90 íbúðir verða við hliðina á Marriott hótelinu, en íbúðirnar verða í fimm kjörnum sem móta húsgarð.

Fleiri Marriott fréttir hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið