Smári Valtýr Sæbjörnsson
Birgir Bieltvedt kaupir helmingshlut í Gló | Stefnt að því að opna fleiri Gló veitingastaði

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá staði, Listhúsinu í Laugardal, á mótum Laugavegs og Klapparstígs og í Hafnarborg í Hafnarfirði. Stefnt er að því að opna fleiri Gló veitingastaði í Reykjavík og á Akureyri ásamt því að opna staði erlendis.
Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og kona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. Veitingastaðir keðjunnar eru þrír samtals en stefnt er að þvi að opna einn til tvo nýja staði á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að gera sérleyfissamning fyrir merkið á Akureyri, að því er fram kemur á vb.is.
Þegar horft er til lengri tíma er stefnt að því að opna Gló veitingastað erlendis og þá er horft á skandínavískan og bandarískan markað. Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson, eða Solla og Elli eins og þau eru flestum kunn, eiga áfram fyrirtækið með nýjum fjárfestum.
Yfirkokkur á Gló er Eyþór Rúnarsson.
Mynd: Skjáskot af google korti.
![]()
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini





