Smári Valtýr Sæbjörnsson
Birgir Bieltvedt kaupir helmingshlut í Gló | Stefnt að því að opna fleiri Gló veitingastaði
![Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá staði, Listhúsinu í Laugardal, á mótum Laugavegs og Klapparstígs og í Hafnarborg í Hafnarfirði. Stefnt er að því að opna fleiri Gló veitingastaði í Reykjavík og á Akureyri ásamt því að opna staði erlendis.](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2014/04/listhus_laugardalnum-1024x634.jpg)
Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá staði, Listhúsinu í Laugardal, á mótum Laugavegs og Klapparstígs og í Hafnarborg í Hafnarfirði. Stefnt er að því að opna fleiri Gló veitingastaði í Reykjavík og á Akureyri ásamt því að opna staði erlendis.
Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og kona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. Veitingastaðir keðjunnar eru þrír samtals en stefnt er að þvi að opna einn til tvo nýja staði á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að gera sérleyfissamning fyrir merkið á Akureyri, að því er fram kemur á vb.is.
Þegar horft er til lengri tíma er stefnt að því að opna Gló veitingastað erlendis og þá er horft á skandínavískan og bandarískan markað. Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson, eða Solla og Elli eins og þau eru flestum kunn, eiga áfram fyrirtækið með nýjum fjárfestum.
Yfirkokkur á Gló er Eyþór Rúnarsson.
Mynd: Skjáskot af google korti.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt1 dagur síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Vín, drykkir og keppni2 klukkustundir síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé