Freisting
Best-West tour 2009
Vaknaði eftir góðan nætursvefn, tók smá skver og heiðraði morgunverðar gesti með nærveru minni, stuttu seinna var Siggi mættur á borðið og ég sá strax á honum að eitthvað hafði skeð í koníaksstofunni um kvöldið eftir að ég tók á mig náðir, og ekki stóð á sögunni en hún var eftirfarandi:
Seinna um kvöldið segir ein kona við mann sinn að sér langi í púrtvínsstaup og bóndi ríkur af stað og spyr hvort hún vilji ekki kaffi líka og kváði hún já við því, svo líður og bíður og eftir um tuttugu mínútur kemur bóndinn loks með kaffibollann og segir að starfsmaðurinn sé að leita að einhverju til að blanda í púrtvínið, skömmu seinna kemur viðkomandi starfsmaður og segir að Árni eigandi hafi skroppið frá en hann sé með lyklana að vínskápunum og komi fljótt aftur, þakka þau fyrir þetta og minna starfsmanninn á að ekki blanda púrtvínið, svo leið tíminn og að endingu kom púrtvínsglasið og er konan sá það komu nokkrar vöblur á hana og tók starfsmaðurinn eftir því og sagði það er ekki til önnur glasastærð, svona er það bara í sveitinni og fór, en konu greyið horfði á slétt fullt glas af Púrtvíni, það skal áréttað hér að um er að ræða starfsmann í sal og þá sagði Siggi, Sverrir ég forðaði mér fljótlega áður en konan yrði búinn með vínið og færi að haga sér eins og guggurnar hans Ólafs Ragnar á dagvaktinni.
Kláraði að borða morgunmatinn, síðan var gert upp og farið út í bíl og kúrsinn tekinn á Búðardal, tókum léttan hring þar og segir þá Siggi eigum við að heimsækja Níels, já El Mattadore svara ég og segist ætla að hringja í hann því það sé sammerkt með Matvís og CIA að menn hafa opnar beinar línur í fjarskiptum, hann er heima þannig að við leggjum af stað og að bænum Seljavöllum í Hörðurdal, en þar hafa hjónin Níels S. Olgeirsson og kona hans Ragnheiður hafið skógrækt og annan búskap þó í smáu sniði, er við komum í hlaðið var Níels að bisast við að ná kálfi sem sloppið hafði úr girðingu og var ekkert á því að fara til baka og sá maður þá að eins og staðan er í dag þá hefur hann betra tangarhald á mannfólkinu en húsdýrunum hvað sem framtíðin kann að bera í skauti sér.
Okkur var boðið inn í spjall, svo vildi bóndinn sína Óðalið sitt og dýrin, Siggi fór en ég sagði að ég hefði engan áhuga fyrr en þau væru komin í kjötborðið og þar við sat, á meðan lagaði húsfrúin klassiskan hádegisverð sem allir gerðu góð skil á, eftir að hafa spjallað saman um stund var komin tími á okkur Sigga að kveðja og var Siggi tregur til að fara honum þótti svo gaman af kálfinum en ég náði honum fyrir rest.
Nú var kúrsinn tekinn í sumarbústað Sigga sem er staðsettur skammt frá Stykkishólmi og er við höfðum komið okkur fyrir sestir út á verönd með bensín á kantinum hrökk upp úr okkur báðum nánast samtímis hvar eru þessir vondu vegir sem þeir á suðurfjörðum vestfjarða voru að fárast yfir alla vega urðum við ekki varir við þá. Eftir að hafa slakað á í nokkurn tíma skutust við niður í Stykkishólm til að versla meðlæti með steikinni sem Siggi ætlaði að grilla á turbo grillinu sínu. Aftur upp í bústað, Siggi grillaði lamb með alles og það sem kom okkur á óvart var að við prófuðum að nota smá grískt jógurt út í sósuna og gaf það fanta gott bragð, skveruðum af og í koju og áður en ég vissi af var ég komin í Walt Disney.
Vaknaði ég um níuleitið vel útsofinn og labba fram og hitti Sigga og fór ég beint í sturtu og viti menn er ég stíg út úr sturtuklefanum og er að byrja að þurrka mér finn ég heitt loft leika um mig og lít upp en þá hafði Siggi sett yfir hurðina svona hitablásara og hvað það var þægilegt, skelltum í okkur smá morgunmat og lestuðum svo vagninn og fljótlega lögðu við á stað í bæinn en með viðkomu í Borgarnesi en þar ætluðum við að fá okkur hádegisverð í Landnámssetrinu sem og við gerðum.
Ég fékk mér kjötsúpu og plokkfisk en Siggi súpu og salat og var hann sáttur með sitt en ekki ég súpan var svo pipruð að það verkjaði niður og er plokkfiskurinn kom þá var hann svo brennheitur beint úr örbylgjunni að hann tók steppdans á diskinum og er ég loks gat byrjaða að borða hann fann ég bara piparbragð, ætli kokkurinn hafi fengið gám af pipar á slikk. Fór hálfkvektur frá borði og brunuðu við í bæinn.
Fleira tengt efni:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast