Frétt
Bernhöftsbakarí skal borið út úr Bergstaðastræti 13 | „… leigan hefur alltaf verið skilmerkilega greidd“
Bernhöftsbakarí skal borið út úr jarðhæð Bergstaðastrætis 13, ásamt öllu sem því fylgir, með beinni aðfarargerð. Þetta var niðurstaða Hæstaréttar í gær en hann staðfesti með því úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, að því er fram kemur á visir.is.
Bakaríið hefur verið til húsa í jarðhæði umræddrar fasteignar frá því að leigusamningur þess efnis var gerður árið 1982. Árið 2001 var gerður samningur á ný um húsnæðið sem síðar var sagt upp af eigendum húsnæðisins. Með dómi Hæstaréttar í árslok 2012 var ekki fallist á að sá leigusamningur hefði framlengst ótímabundið og fallist á að bakaríið yrði að víkja.
Í febrúar 2013 gerðu eigendur bakarísins tilboð í eignina og var kauptilboð undirritað og samþykkt af eigendum Bergstaðastrætis 13 með fyrirvörum. Þeir fyrirvarar voru aldrei uppfylltir, segir á visir.is.
„Eftir að fyrra útburðarmálinu lauk 17. desember 2012 tóku við langar og strangar samningaviðræður um húsnæðið. Þær enduðu með því að skrifað var undir bindandi kauptilboð hinn 26. febrúar 2013. Seljandinn setti ýmsa fyrirvara meðal annars um breytingar á húsnæðinu sem hann hefur ekki enn lokið við. Hann setti líka í samninginn hvaða leigu við ættum að borga og hefur hún alltaf verið skilmerkilega greidd.
Töldum við að þessu máli væri lokið með undirskrift kauptilboðsins. Þetta kom því okkur alveg í opna skjöldu að þeir ætluðu ekki að efna við okkur samninginn.“
, sagði Sigurður Már Guðjónsson, eigandi og bakarameistari Bernhöftsbakarí í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um málið.
Á vef visir.is segir að í niðurstöðu héraðsdóms var fallist á að uppsögn leigusamnings aðila hafi verið fullnægjandi. Eigendur húsnæðisins eigi skýlausan rétt á að fá umráð yfir húsnæði sínu og að skilyrði þess að bakaríið skuli borið út þóttu uppfyllt.
Mynd: skjáskot af google korti

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta