Keppni
BeefeaterMIXLDN 2017 – Nú fær Ísland loksins að taka þátt – Síðasti séns að skila inn uppskrift er 8. nóvember
Við hjá Mekka Wines & Spirits tilkynnum með gleði og ánægju að nú fær Ísland loksins að taka þátt og senda keppanda í eina allra stærstu alþjóðlegu gin keppni heims BeefeaterMIXLDN 2017.
Vídeó
Beefeater er ein allra stærsta gin tegund veraldar með aðsetur í London.
Þessi keppni var sett á laggirnar árið 2011 þá með 50 þátttakendum frá 50 löndum en í fyrra 2016 voru 1416 þátttakendur frá 33 löndum og nú bætist Ísland í hópinn með sína frábæru og hugmyndaríku barþjóna.
Opnað hefur verið fyrir skráningar á heimasíðu keppninnar en þar er einmitt hægt að lesa allt um keppnina.
Keppendur þurfa að skrá sig hér: www.beefeatermixldn.com
Í ár eiga keppendur að búa til sinn eigin kokteil þar sem þeirra borg/bær er innblástur kokteilsins.
Alþjóðleg dómnefnd frá Beefeater í London mun svo velja 12 þátttakendur til að taka þátt í úrslitakvöldi keppnina sem fer fram á Hverfisbarnum 22. nóvember.
Á þessu úrslitakvöldi verður skorið úr því hver fer og keppir fyrir Íslands hönd í alþjóðlegu úrslitunum í London á næsta ári 2018.
Sigurvegari keppninar hér heima fer í ógleymanlega ferð til London og etur þar kappi við allra bestu barþjóna hvaðanæva úr heiminum.
Sigurvegari lokakeppninnar í London fær einnig tækifæri lífs síns að vinna með einni af goðsögnum gin bransans Desmon Payne, sem er Master Distiller hjá Beefeater, og búa til sitt eigið gin sem selt verður í Beefeater Distillery og á bar/veitingahúsi sigurvegarans.
Nú hvetjum við alla að taka þátt í þessari frábæru keppni og eiga möguleika á tækifæri lífs síns.
Lokað verður fyrir skráningar 8 nóvember.
Sýnum nú heimsbyggðinni að hér eru hristir geggjaðir kokteilar.
Allar frekari upplýsingar veita sölumenn Mekka Wines & Spirits.
Eins er hægt að senda póst á [email protected]
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur