Keppni
BCA tilnefningar á sunnudaginn og Eddie Cocktails for You á Íslandi
BCA Nominations Tour 2024 – BINGO á sunnudag
Bartenders Choice Awards (BCA) hafa skipað sér stóran sess meðal barþjóna og veitingamanna síðustu ár og það gleður okkur að kynna að BCA Nominations Tour 2024 hefst á BINGO sunnudaginn, 14. janúar í Reykjavík klukkan 20:00.
Í ár taka Absolut og Thomas Henry höndum saman þar sem tilnefningar verða kynntar í hverri borg og það byrjar allt á BINGO DRINKERY með látum!
Allir sigurvegarar Best New Cocktail Bar 2023 fara í ferðina og við fyrsta stopp höfum við þá ánægju að bjóða Ekspedisjonshallen frá Osló velkomna til Íslands.
Barþjónar Bingo og Ekspedisjonshallen hafa búið til einstakan drykkjarseðil af gómsætum kokteilum byggðum á Absolut & Thomas Henry sem verður veittur allt kvöldið!
Vertu með þegar við byrjum BCA árið af fullum krafti!
Eddie „Cocktails_for_You“ Rudzinskas til landsins
Thomas Henry kemur til landsins í fylgd með engum öðrum en Eddie frá Cocktails_for_You (573þús fylgjendur á Instagram) sem verður viðstaddur tilnefningar ásamt því að kynna sér kokteilmenningu þjóðarinnar.
Eddie verður á landinu alla helgina í fylgd með upptökumanni þar sem barir og veitingastaðir fá stórt tækifæri á umfjöllun hjá einum stærsta áhrifavaldi heims í bransanum og við hvetjum fólk til að fylgjast með ferðalagi hans á Íslandi.
Fleiri BCA fréttir hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt1 dagur síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar







