Freisting
Bauð hálfa milljón í kvöldverð hjá Gordon Ramsay

Í vikunni sem leið var uppboð hjá matarhátíðinni London Restaurant Festival sem er einskonar Food and Fun hátíð sem við hér á íslandi þekkjum, var boðið í kvöldverð hjá meistaranum Gordon Ramsay og ekki á einum af hans veitingastað, heldur einu af hylkjum í London Eye, sem verður umbreytt í eldhús.
Sá sem hreppti gossið á litlar hálfa milljón vill ekki gefa upp nafn, en hann mun án efa fá glæsilegan kvöldverð í 135 metra hæð yfir höfuðborgina.
Matarhátíðin stendur yfir frá 8. – 14. október og eru tíu miðar í boði á sérstöku uppboði, þar sem hægt verður að fá stjörnukokka til að elda fyrir sig einkakvöldverð í einu af hylkjum London Eye og eru þetta allt saman vel þekktir matreiðslumenn sem koma til með að elda, en það eru:
Richard Corrigan (Corrigan’s Mayfair)
Francesco Mazzei (L’Anima)
Vineet Bhatia (Rasoi Vineet Bhatia)
Tong Chee Hwee (Hakkasan)
Ross Shonhan ( Zuma)
Alan Bird and Gary Lee (The Ivy)
Það er spurning hvort þetta sé góð hugmynd fyrir landslið matreiðslumanna að ná sér í góðan pening fyrir heimsmeistarakeppnina 2010, en þá er bara spurningin hvaða óvenjulegi staður myndi henta hér á íslandi?
Heimasíða matarhátíðarinnar: www.visitlondon.com/londonrestaurantfestival
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Keppni2 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni





