Freisting
Bauð hálfa milljón í kvöldverð hjá Gordon Ramsay
Í vikunni sem leið var uppboð hjá matarhátíðinni London Restaurant Festival sem er einskonar Food and Fun hátíð sem við hér á íslandi þekkjum, var boðið í kvöldverð hjá meistaranum Gordon Ramsay og ekki á einum af hans veitingastað, heldur einu af hylkjum í London Eye, sem verður umbreytt í eldhús.
Sá sem hreppti gossið á litlar hálfa milljón vill ekki gefa upp nafn, en hann mun án efa fá glæsilegan kvöldverð í 135 metra hæð yfir höfuðborgina.
Matarhátíðin stendur yfir frá 8. – 14. október og eru tíu miðar í boði á sérstöku uppboði, þar sem hægt verður að fá stjörnukokka til að elda fyrir sig einkakvöldverð í einu af hylkjum London Eye og eru þetta allt saman vel þekktir matreiðslumenn sem koma til með að elda, en það eru:
Richard Corrigan (Corrigan’s Mayfair)
Francesco Mazzei (L’Anima)
Vineet Bhatia (Rasoi Vineet Bhatia)
Tong Chee Hwee (Hakkasan)
Ross Shonhan ( Zuma)
Alan Bird and Gary Lee (The Ivy)
Það er spurning hvort þetta sé góð hugmynd fyrir landslið matreiðslumanna að ná sér í góðan pening fyrir heimsmeistarakeppnina 2010, en þá er bara spurningin hvaða óvenjulegi staður myndi henta hér á íslandi?
Heimasíða matarhátíðarinnar: www.visitlondon.com/londonrestaurantfestival
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Keppni3 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lambasnitsel í raspi og margir girnilegir réttir á mánaðartilboði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla