Markaðurinn
Bako Verslunartækni býður til notalegrar kvöldstund með tilboðum og veitingum
Bako Verslunartækni býður gestum til notalegrar kvöldstund í verslun fyrirtækisins að Draghálsi 22 í Reykjavík miðvikudaginn 26. nóvember milli klukkan 17 og 20. Tilefnið er sérstök kvöldstund í versluninni þar sem boðið verður upp á afslætti, veitingar og góða stemningu.
Gestir verða boðnir velkomnir með ljúffengum veitingum, bæði í föstu og fljótandi formi, og lifandi tónlist skapar hátíðlegt andrúmsloft. Fyrstu fimmtíu gestirnir sem mæta fá glæsilegan gjafapoka.
Allt að 25 prósenta afsláttur verður í boði á fjölbreyttu vöruvali sem spannar allt frá vínkælum og leðursvuntum til tréskurðarbretta, glæsilegra Zwiesel-glasa og vinsælla Lava steypujárnspotta og pönnum. Einnig verður hægt að gera góð kaup á barvörum, kjöthitamælum og fjölda annarra nytsamlegra muna.
Viðburðurinn markar einlæga hvatningu til gesta um að taka forskot á svörtu helgina og gera góð kaup í hlýlegu og vel ígrunduðu umhverfi þar sem þjónustan og upplifunin eru í forgrunni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






