Vertu memm

Markaðurinn

Bako Ísberg í stórsókn – Skyggnst á bak við tjöldin við gerð Meistarakokka í beinni – Myndir

Birting:

þann

Bako Ísberg hefur að undanförnu boðið Íslendingum upp á þá þjónustu að fá kokkinn beint heim í stofu í gegnum streymi á Facebooksíðu Bako Ísberg eða beint frá eldhúsi allra landsmanna.

Meistarakokkar í beinni - Bako Ísberg

Bjarni Ákason og Siggi Hlö við upptökur

Við fengum Bjarna Ákason, framkvæmdastjóra hjá Bako Ísberg, til að svara nokkrum spurningum um þættina Meistarakokkar í beinni.

Hvernig varð hugmyndin til af Meistarakokkunum í beinni?
Hún kom þegar menn sáu hversu alvarlegt ástandið myndi verða og hvernig við gætum hjálpað vinum okkar kokkunum sem voru að loka og fara í heimsendingar. Margir stukku á vagninn og fengu góða auglýsingu.

Reikna með að beinu útsendingarnar hafi ekki gengið áfallalaust?
Miðað við að áhugamenn voru að verki þá fór þetta nokkuð vel fram en menn áttu til að gleyma að kveikt væri míkrafóninum og upptöku áður en allt fór af stað.

Hvaða vörur hafa fengið mest athygli eftir útsendingarnar?
Litlir djúpsteikingapottar, spanhellur, hefkörfur, japanskir hnífar, mandólín og vínkælar.

Mun Bako Ísberg bjóða upp á fleiri Meistarakokka í beinni útsendingar?
Við erum að hugsa málið, samt klént að gefa út sömu plötuna aftur, erum að skoða hvað hægt er að gera sem er öðruvísi.

Eru aðrar útsendingar í bígerð á öðru sniði?
Já, erum núna að keyra hvernig flaka á hina ýmsu fiska, Siggi Hlö var með sósugerð og næsta vika er helguð verkun á kjöti.

Logi og Siggi Hlö

Logi Brynjarsson matreiðslumeistari
Það er ákveðin kúnst fólgin í því að flaka flatfisk eins og rauðsprettu til dæmis. Hér kennir Logi frá fiskversluninni Hafinu okkur að verka þennan sérstaka en þó afar bragðgóða fisk.

Það er ákveðin kúnst fólgin í því að flaka flatfisk eins og rauðsprettu til dæmis. Hér kennir Logi frá fiskversluninni Hafinu okkur að verka þennan sérstaka en þó afar bragðgóða fisk.

Posted by Bako Ísberg on Wednesday, April 29, 2020

Siggi Hlö
Siggi Hlö allra landsmanna mætti í eldhús allra landsmanna hjá Bakó Ísberg og kenndi áhorfendum að gera „hvíta fíflið“ en það er að margra sögn ein besta sósa í heimi.

Siggi Hlö sýnir okkur hér hvernig hann gerir einfalda bernessósu sem bara getur ekki klikkað! Þessi sósa er eins og hún…

Posted by Bako Ísberg on Sunday, April 26, 2020

Þeir sem komu fram í Meistarakokkunum eru allir landsfrægir, voru einhverjar kröfur gerðar á tökustað, bara gult M&M, einungis Pellegrino sódavatn og fleira í þessum dúr?
Pössuðum okkur bara að vera með góðan búrgúndi og réttu græjurnar.

Hvaða nýjar vörur hafa verið að koma í hús sem áhugavert væri að skoða?
Mikið úrval af vínkælum, ný og betri verð á Gastrobökkum og ný sending af litlum rafmagnstækjum.

Sjá einnig:

Meistarakokkar í beinni

Heimasíða: www.bakoisberg.is

Myndir: aðsendar

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið