Freisting
Bændur og veitingamenn bjóða í kjötsúpuveislu
|
|
Í tengslum við matreiðsluþættina „Eldum íslenskt“, sem sýndir eru á ÍNN og mbl.is, ætla bændur að bjóða upp á ekta íslenska kjötsúpu í verslunum Krónunnar á Granda og í Lindum Kópavogi í dag fimmtudaginn 22. okt. og föstudaginn 23. okt. kl. 16:00.
Tiltækið er unnið í samstarfi Krónunnar, Landssamtaka sauðfjárbænda, Félags garðyrkjubænda, Bændasamtakanna, ÍNN, mbl.is og matreiðslumanna í „Eldum íslenskt“. Það verða kokkar af Grillinu á Hótel Sögu, Bjarni G. Kristinsson og Þráinn Freyr Vigfússon sem hafa veg og vanda af súpugerðinni, segir í fréttatilkynningunni.
Heitir kjötsúpupottar verða á eftirtöldum stöðum:
Fimmtudagurinn 22. október
Krónan á Granda í Reykjavík kl. 16:00.
Krónan í Lindum í Kópavogi kl. 16:00.
Föstudagurinn 23. október
Krónan á Granda í Reykjavík kl. 16:00.
Krónan í Lindum í Kópavogi kl. 16:00.
Matvöruverslanir Krónunnar munu á næstunni merkja valdar íslenskar búvörur með merki „Eldum íslenskt“ matreiðsluþáttanna. Ef varan er merkt með Eldum íslenskt límmiðanum geta viðskiptavinir farið inn á mbl.is og horft á matreiðslumenn elda viðkomandi vöru og gefa góð ráð. Á vefnum er líka hægt að nálgast uppskriftir ásamt fleiri fróðleik.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






