Vertu memm

Freisting

Bændur og veitingamenn bjóða í kjötsúpuveislu

Birting:

þann


Bjarni á Grillinu á veg og vanda að súpugerðinni ásamt Þráni Frey 

Í tengslum við matreiðsluþættina „Eldum íslenskt“, sem sýndir eru á ÍNN og mbl.is, ætla bændur að bjóða upp á ekta íslenska kjötsúpu í verslunum Krónunnar á Granda og í Lindum Kópavogi í dag fimmtudaginn 22. okt. og föstudaginn 23. okt. kl. 16:00.

Tiltækið er unnið í samstarfi Krónunnar, Landssamtaka sauðfjárbænda, Félags garðyrkjubænda, Bændasamtakanna, ÍNN, mbl.is og matreiðslumanna í „Eldum íslenskt“. Það verða kokkar af Grillinu á Hótel Sögu, Bjarni G. Kristinsson og Þráinn Freyr Vigfússon sem hafa veg og vanda af súpugerðinni, segir í fréttatilkynningunni.

Heitir kjötsúpupottar verða á eftirtöldum stöðum:

Fimmtudagurinn 22. október
Krónan á Granda í Reykjavík kl. 16:00.
Krónan í Lindum í Kópavogi kl. 16:00.

Föstudagurinn 23. október
Krónan á Granda í Reykjavík kl. 16:00.
Krónan í Lindum í Kópavogi kl. 16:00.

Matvöruverslanir Krónunnar munu á næstunni merkja valdar íslenskar búvörur með merki „Eldum íslenskt“ matreiðsluþáttanna. Ef varan er merkt með Eldum íslenskt límmiðanum geta viðskiptavinir farið inn á mbl.is og horft á matreiðslumenn elda viðkomandi vöru og gefa góð ráð. Á vefnum er líka hægt að nálgast uppskriftir ásamt fleiri fróðleik.

 

/Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið