Freisting
Bændur og veitingamenn bjóða í kjötsúpuveislu
|
|
Í tengslum við matreiðsluþættina „Eldum íslenskt“, sem sýndir eru á ÍNN og mbl.is, ætla bændur að bjóða upp á ekta íslenska kjötsúpu í verslunum Krónunnar á Granda og í Lindum Kópavogi í dag fimmtudaginn 22. okt. og föstudaginn 23. okt. kl. 16:00.
Tiltækið er unnið í samstarfi Krónunnar, Landssamtaka sauðfjárbænda, Félags garðyrkjubænda, Bændasamtakanna, ÍNN, mbl.is og matreiðslumanna í „Eldum íslenskt“. Það verða kokkar af Grillinu á Hótel Sögu, Bjarni G. Kristinsson og Þráinn Freyr Vigfússon sem hafa veg og vanda af súpugerðinni, segir í fréttatilkynningunni.
Heitir kjötsúpupottar verða á eftirtöldum stöðum:
Fimmtudagurinn 22. október
Krónan á Granda í Reykjavík kl. 16:00.
Krónan í Lindum í Kópavogi kl. 16:00.
Föstudagurinn 23. október
Krónan á Granda í Reykjavík kl. 16:00.
Krónan í Lindum í Kópavogi kl. 16:00.
Matvöruverslanir Krónunnar munu á næstunni merkja valdar íslenskar búvörur með merki „Eldum íslenskt“ matreiðsluþáttanna. Ef varan er merkt með Eldum íslenskt límmiðanum geta viðskiptavinir farið inn á mbl.is og horft á matreiðslumenn elda viðkomandi vöru og gefa góð ráð. Á vefnum er líka hægt að nálgast uppskriftir ásamt fleiri fróðleik.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel11 klukkustundir síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri






