Freisting
Bændur bjóða í grillveislu
Í tengslum við matreiðsluþættina „Eldum íslenskt“, sem sýndir eru á ÍNN og mbl.is, ætla bændur að heilgrilla naut, svín og lambaskrokka á næstu dögum fyrir utan verslanir Krónunnar í Reykjavík og Kópavogi.
Kokkarnir úr þáttunum gefa góð ráð um leið og þeir gefa fólki að bragða á kjötinu. Fimmtudaginn 9. júlí verður riðið á vaðið í Krónunni á Granda kl. 16:00 en þar verður heill nautaskrokkur grillaður á landsfrægu grilli kúabænda.
Eftir viku verða nokkrir grísir steiktir á teini í Krónunni í Lindum í Kópavogi og síðar nokkrir lambaskrokkar á sama stað. Ef veðurguðirnir reynast viðskotaillir verður dagsetningum hugsanlega hnikað. Hægt er að fylgjast með á bondi.is. Kynningin er unnin í samstarfi Krónunnar, Svínaræktarfélags Íslands, Landssambands kúabænda, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtakanna, ÍNN, mbl.is og matreiðslumanna í „Eldum íslenskt“.
Grillað verður á eftirtöldum stöðum:
– Fimmtudagurinn 9. júlí – Krónan á Granda kl. 16:00. Heilgrillað naut.
– Fimmtudagurinn 16. júlí – Krónan í Lindum kl. 16:00. Heilgrillaðir grísir.
– Föstudagurinn 17. júlí – Krónan í Lindum kl. 16:00. Heilgrillaðir lambaskrokkar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Frétt4 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu