Vertu memm

Freisting

Bændur bjóða í grillveislu

Birting:

þann

Í tengslum við matreiðsluþættina „Eldum íslenskt“, sem sýndir eru á ÍNN og mbl.is, ætla bændur að heilgrilla naut, svín og lambaskrokka á næstu dögum fyrir utan verslanir Krónunnar í Reykjavík og Kópavogi.

Kokkarnir úr þáttunum gefa góð ráð um leið og þeir gefa fólki að bragða á kjötinu. Fimmtudaginn 9. júlí verður riðið á vaðið í Krónunni á Granda kl. 16:00 en þar verður heill nautaskrokkur grillaður á landsfrægu grilli kúabænda.

Eftir viku verða nokkrir grísir steiktir á teini í Krónunni í Lindum í Kópavogi og síðar nokkrir lambaskrokkar á sama stað. Ef veðurguðirnir reynast viðskotaillir verður dagsetningum hugsanlega hnikað. Hægt er að fylgjast með á bondi.is. Kynningin er unnin í samstarfi Krónunnar, Svínaræktarfélags Íslands, Landssambands kúabænda, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtakanna, ÍNN, mbl.is og matreiðslumanna í „Eldum íslenskt“.

Grillað verður á eftirtöldum stöðum:

– Fimmtudagurinn 9. júlí – Krónan á Granda kl. 16:00. Heilgrillað naut.
– Fimmtudagurinn 16. júlí – Krónan í Lindum kl. 16:00. Heilgrillaðir grísir.
– Föstudagurinn 17. júlí – Krónan í Lindum kl. 16:00. Heilgrillaðir lambaskrokkar.

/Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið