Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Bæjarís opnar í miðbænum á Selfossi

Birting:

þann

Bæjarís opnar í miðbæ Selfoss

Bæjarís er í húsinu Ingólfi, sem var upphaflega reist árið 1926

Ný ísbúð hefur verið opnuð í nýja miðbænum á Selfossi , en ísbúðin hefur fengið nafnið Bæjarís.

Rekstraraðili er Ísbúðin Fákafeni ehf.

Bæjarís býður upp á allt það hefbundna kúluís, ís í brauðu og í boxi, bragðaref, shake að auki búbblu vöfflur eða „Hong Kong Bubble Waffles“, en þær koma upprunalega frá Hong Kong og eru eggjavöfflur og eru vinsælar sem street food þar í landi.

Bæjarís opnar í miðbæ Selfoss

Bæjarís er í húsinu Ingólfi, sem var upphaflega reist árið 1926, einfalt bárujárnshús, portbyggt, undir áhrifum frá sveitserstílnum. Ingólfur var sjöunda húsið sem reist var á Selfossi. Húsið var tekið af grunni sínum 2007 en hefur nú verið endurbyggt og fær samastað fremst í nýja miðbænum, fáum metrum frá upprunalegri staðsetningu.

Bæjarís opnar í miðbæ Selfoss

Myndir: facebook / Bæjarís

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið