Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bæjarís opnar í miðbænum á Selfossi
Ný ísbúð hefur verið opnuð í nýja miðbænum á Selfossi , en ísbúðin hefur fengið nafnið Bæjarís.
Rekstraraðili er Ísbúðin Fákafeni ehf.
Bæjarís býður upp á allt það hefbundna kúluís, ís í brauðu og í boxi, bragðaref, shake að auki búbblu vöfflur eða „Hong Kong Bubble Waffles“, en þær koma upprunalega frá Hong Kong og eru eggjavöfflur og eru vinsælar sem street food þar í landi.
Bæjarís er í húsinu Ingólfi, sem var upphaflega reist árið 1926, einfalt bárujárnshús, portbyggt, undir áhrifum frá sveitserstílnum. Ingólfur var sjöunda húsið sem reist var á Selfossi. Húsið var tekið af grunni sínum 2007 en hefur nú verið endurbyggt og fær samastað fremst í nýja miðbænum, fáum metrum frá upprunalegri staðsetningu.
Myndir: facebook / Bæjarís

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð