Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bæjarís opnar í miðbænum á Selfossi
Ný ísbúð hefur verið opnuð í nýja miðbænum á Selfossi , en ísbúðin hefur fengið nafnið Bæjarís.
Rekstraraðili er Ísbúðin Fákafeni ehf.
Bæjarís býður upp á allt það hefbundna kúluís, ís í brauðu og í boxi, bragðaref, shake að auki búbblu vöfflur eða „Hong Kong Bubble Waffles“, en þær koma upprunalega frá Hong Kong og eru eggjavöfflur og eru vinsælar sem street food þar í landi.
Bæjarís er í húsinu Ingólfi, sem var upphaflega reist árið 1926, einfalt bárujárnshús, portbyggt, undir áhrifum frá sveitserstílnum. Ingólfur var sjöunda húsið sem reist var á Selfossi. Húsið var tekið af grunni sínum 2007 en hefur nú verið endurbyggt og fær samastað fremst í nýja miðbænum, fáum metrum frá upprunalegri staðsetningu.
Myndir: facebook / Bæjarís
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn








