Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bæjarís opnar í miðbænum á Selfossi
Ný ísbúð hefur verið opnuð í nýja miðbænum á Selfossi , en ísbúðin hefur fengið nafnið Bæjarís.
Rekstraraðili er Ísbúðin Fákafeni ehf.
Bæjarís býður upp á allt það hefbundna kúluís, ís í brauðu og í boxi, bragðaref, shake að auki búbblu vöfflur eða „Hong Kong Bubble Waffles“, en þær koma upprunalega frá Hong Kong og eru eggjavöfflur og eru vinsælar sem street food þar í landi.
Bæjarís er í húsinu Ingólfi, sem var upphaflega reist árið 1926, einfalt bárujárnshús, portbyggt, undir áhrifum frá sveitserstílnum. Ingólfur var sjöunda húsið sem reist var á Selfossi. Húsið var tekið af grunni sínum 2007 en hefur nú verið endurbyggt og fær samastað fremst í nýja miðbænum, fáum metrum frá upprunalegri staðsetningu.
Myndir: facebook / Bæjarís

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun