Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bæjarins beztu opnar þriðja pylsuvagninn á Keflavíkurflugvelli
Bæjarins beztu pylsur hafa opnað sinn þriðja sölustað á Keflavíkurflugvelli – nú í brottfararsal flugvallarins við vegabréfaeftirlitið. Fyrirtækið hefur rekið útibú í verslun 10-11 í komusal flugavallarins síðan árið 2021 og í sumar bættist við pylsuvagn á biðsvæði í suðurbyggingu sem farþegar á leið til Bretlands, Bandaríkjanna og annarra landa utan Schengen fara um.
- Peysurnar frá Bæjarins beztu hafa notið mikilla vinsælda
Pylsuvagninn er opnaður í svokölluðu „pop-up“ rými og verður þar til eins árs. Pylsuvagnar Bæjarins beztu hafa verið einstaklega vinsælir meðal gesta flugvallarins. Með opnun nýja pylsuvagnsins í brottfararsal geta nú allir gestir átt tækifæri að gæða sér á einni með öllu á leið til útlanda.
„Pylsuvagninn sem opnaði í sumar hefur algjörlega slegið í gegn og Bæjarins beztu peysurnar og bolirnir hafa notið mikilla vinsælda hjá ferðamönnum.
Pylsurnar eru ekki aðeins gómsætar heldur hentar afgreiðsluhraðinn einstaklega vel fyrir fólk á hraðferð.
Við erum ánægð að geta nú aukið framboðið með nýjum vagni í brottfararsal,“
segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslana og veitinga hjá Isavia.
Staðir Bæjarins beztu í heild eru því orðnir 11 talsins. Sjö á höfuðborgarsvæðinu og fjórir á Suðurnesjum.
- Bæjarins beztu pylsur
- Bæjarins beztu pysluvagn í brottfarasalnum við vegabréfaeftirlitið
Myndir: isavia.is
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini












