Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bæjarins beztu opnar þriðja pylsuvagninn á Keflavíkurflugvelli
Bæjarins beztu pylsur hafa opnað sinn þriðja sölustað á Keflavíkurflugvelli – nú í brottfararsal flugvallarins við vegabréfaeftirlitið. Fyrirtækið hefur rekið útibú í verslun 10-11 í komusal flugavallarins síðan árið 2021 og í sumar bættist við pylsuvagn á biðsvæði í suðurbyggingu sem farþegar á leið til Bretlands, Bandaríkjanna og annarra landa utan Schengen fara um.
Pylsuvagninn er opnaður í svokölluðu „pop-up“ rými og verður þar til eins árs. Pylsuvagnar Bæjarins beztu hafa verið einstaklega vinsælir meðal gesta flugvallarins. Með opnun nýja pylsuvagnsins í brottfararsal geta nú allir gestir átt tækifæri að gæða sér á einni með öllu á leið til útlanda.
„Pylsuvagninn sem opnaði í sumar hefur algjörlega slegið í gegn og Bæjarins beztu peysurnar og bolirnir hafa notið mikilla vinsælda hjá ferðamönnum.
Pylsurnar eru ekki aðeins gómsætar heldur hentar afgreiðsluhraðinn einstaklega vel fyrir fólk á hraðferð.
Við erum ánægð að geta nú aukið framboðið með nýjum vagni í brottfararsal,“
segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslana og veitinga hjá Isavia.
Staðir Bæjarins beztu í heild eru því orðnir 11 talsins. Sjö á höfuðborgarsvæðinu og fjórir á Suðurnesjum.
Myndir: isavia.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel24 klukkustundir síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu