Viðtöl, örfréttir & frumraun
Axel gerir það gott hjá Bouchon Bakery keðjunni
Bakarinn & konditorinn Axel Þorsteinsson, yfirbakari Bouchon Bakery í Kúveit, hefur komið sér vel fyrir og nú á dögunum fékk hann nýja stöðu hjá bakaríinu „Brands executive Baker and pastry chef“.
Með nýju stöðunni þá hefur Axel yfirumsjón á bakaríinu, kaffihúsinu og fine dining veitingastað, þ.e. Bouchon bakery, Café Coco og Véranda.
Klassískur morgunverður á Bouchon Bakery
Staðirnir eru staðsettir í Kúveit og Dubai og stefnt er á opnun á nýjum stöðum í Abu Dhabi og Qatar í sumar.
Bouchon Bakery keðjan er í eigu stjörnukokksins Thomas Keller og opnaði fyrsta Bouchon bakaríið fyrir utan Bandaríkin í ágúst 2017 og hefur Axel verið með yfirumsjón frá því í byrjun þess.
„Ég er ennþá í Kúveit en flakka miklu meira á milli núna, Dubai, Abu Dhabi, Qatar og Bahrain, en höfuðstöðvar okkar eru í Kúveit og vinnum þaðan.“
Sagði Axel í samtali við veitingageirinn.is og bætir við:
„Við erum í því að breyta matseðlinum hjá Véranda og Café Coco. Fyrir Bouchon erum við að halda áfram með það sem við höfum verið að gera, en tikka inn á daga eins og Valentínusardag, þjóðardag Kúveit og Páska.“
https://www.instagram.com/p/BsdFCqhF67y/
Myndir: facebook / Bouchon Bakery
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni17 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar16 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra















