Viðtöl, örfréttir & frumraun
Axel gerir það gott hjá Bouchon Bakery keðjunni
Bakarinn & konditorinn Axel Þorsteinsson, yfirbakari Bouchon Bakery í Kúveit, hefur komið sér vel fyrir og nú á dögunum fékk hann nýja stöðu hjá bakaríinu „Brands executive Baker and pastry chef“.
Með nýju stöðunni þá hefur Axel yfirumsjón á bakaríinu, kaffihúsinu og fine dining veitingastað, þ.e. Bouchon bakery, Café Coco og Véranda.
Klassískur morgunverður á Bouchon Bakery
Staðirnir eru staðsettir í Kúveit og Dubai og stefnt er á opnun á nýjum stöðum í Abu Dhabi og Qatar í sumar.
Bouchon Bakery keðjan er í eigu stjörnukokksins Thomas Keller og opnaði fyrsta Bouchon bakaríið fyrir utan Bandaríkin í ágúst 2017 og hefur Axel verið með yfirumsjón frá því í byrjun þess.
„Ég er ennþá í Kúveit en flakka miklu meira á milli núna, Dubai, Abu Dhabi, Qatar og Bahrain, en höfuðstöðvar okkar eru í Kúveit og vinnum þaðan.“
Sagði Axel í samtali við veitingageirinn.is og bætir við:
„Við erum í því að breyta matseðlinum hjá Véranda og Café Coco. Fyrir Bouchon erum við að halda áfram með það sem við höfum verið að gera, en tikka inn á daga eins og Valentínusardag, þjóðardag Kúveit og Páska.“
https://www.instagram.com/p/BsdFCqhF67y/
Myndir: facebook / Bouchon Bakery
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?