Viðtöl, örfréttir & frumraun
Axel gerir það gott hjá Bouchon Bakery keðjunni
Bakarinn & konditorinn Axel Þorsteinsson, yfirbakari Bouchon Bakery í Kúveit, hefur komið sér vel fyrir og nú á dögunum fékk hann nýja stöðu hjá bakaríinu „Brands executive Baker and pastry chef“.
Með nýju stöðunni þá hefur Axel yfirumsjón á bakaríinu, kaffihúsinu og fine dining veitingastað, þ.e. Bouchon bakery, Café Coco og Véranda.
Klassískur morgunverður á Bouchon Bakery
Staðirnir eru staðsettir í Kúveit og Dubai og stefnt er á opnun á nýjum stöðum í Abu Dhabi og Qatar í sumar.
Bouchon Bakery keðjan er í eigu stjörnukokksins Thomas Keller og opnaði fyrsta Bouchon bakaríið fyrir utan Bandaríkin í ágúst 2017 og hefur Axel verið með yfirumsjón frá því í byrjun þess.
„Ég er ennþá í Kúveit en flakka miklu meira á milli núna, Dubai, Abu Dhabi, Qatar og Bahrain, en höfuðstöðvar okkar eru í Kúveit og vinnum þaðan.“
Sagði Axel í samtali við veitingageirinn.is og bætir við:
„Við erum í því að breyta matseðlinum hjá Véranda og Café Coco. Fyrir Bouchon erum við að halda áfram með það sem við höfum verið að gera, en tikka inn á daga eins og Valentínusardag, þjóðardag Kúveit og Páska.“
https://www.instagram.com/p/BsdFCqhF67y/
Myndir: facebook / Bouchon Bakery
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita