Markaðurinn
Ásbjörn Ólafsson hlýtur hæstu einkunn í BRC úttekt
Síðastliðinn desember fórum við hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. í gegnum BRC úttekt og hlutum einkunnina AA sem er hæsta mögulega einkunn. Þetta er í annað sinn sem við förum í gegnum og stöndumst þessa úttekt. Við erum virkilega stolt af okkar starfsfólki að hafa náð þessari fyrirmyndareinkunn enda leggjum við mikinn metnað í að tryggja öryggi og gæði þeirra matvæla sem við bjóðum uppá.
Ásbjörn Ólafsson ehf. er fyrsta og eina heildsalan hér á landi sem hlotið hefur hina alþjóðlegu BRC vottun í flokki birgðahalds og dreifingar. Við uppfyllum þar með allar þær kröfur sem þarf til að ná þessum virta staðli um matvælaöryggi. Þetta þýðir að allir okkar birgjar þurfa að uppfylla þær ströngu kröfur sem staðallinn gerir, en þannig geta okkar allra kröfuhörðustu viðskiptavinir fullvissað sig um að gæði og öryggi sé í hávegum haft í vöruvali okkar.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






