Markaðurinn
Ásbjörn Ólafsson hlýtur hæstu einkunn í BRC úttekt
Síðastliðinn desember fórum við hjá Ásbirni Ólafssyni ehf. í gegnum BRC úttekt og hlutum einkunnina AA sem er hæsta mögulega einkunn. Þetta er í annað sinn sem við förum í gegnum og stöndumst þessa úttekt. Við erum virkilega stolt af okkar starfsfólki að hafa náð þessari fyrirmyndareinkunn enda leggjum við mikinn metnað í að tryggja öryggi og gæði þeirra matvæla sem við bjóðum uppá.
Ásbjörn Ólafsson ehf. er fyrsta og eina heildsalan hér á landi sem hlotið hefur hina alþjóðlegu BRC vottun í flokki birgðahalds og dreifingar. Við uppfyllum þar með allar þær kröfur sem þarf til að ná þessum virta staðli um matvælaöryggi. Þetta þýðir að allir okkar birgjar þurfa að uppfylla þær ströngu kröfur sem staðallinn gerir, en þannig geta okkar allra kröfuhörðustu viðskiptavinir fullvissað sig um að gæði og öryggi sé í hávegum haft í vöruvali okkar.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var